Würth vörulisti

WÜRTH Á ÍSLANDI EHF. Würth á Íslandi ehf. sérhæfir sig í gæðavörum fyrir iðnaðarmenn og eru um 8000 vörutegundir á skrá hér á landi. Helstu framleiðsluvörur fyrirtækisins eru efnavara af ýmsum toga s.s. límkítti, fituhreinsir og HHS 2000 smurefni. Auk þess er boðið upp á breiða línu af rafmagns- vörum, vinnuvettlingum, persónuhlífum og festingum auk hand- og rafmagnsverkfæra.

Gæði-Hraði-Þjónusta Würth á Íslandi ehf. leggur mikla rækt við að halda uppi háu gæða- og þjónustustigi með persónulegu tengslaneti og er þar unnið eftir kjörorðunum: Gæði-Hraði-Þjónusta. Sölumenn fyrirtækisins nýta hvern virkan dag í reglulegar heimsóknir til viðskiptavina, þar sem ýmist nýjar vörur eru kynntar, ráðleggingar veittar eða fyllt á þá vöruflokka sem fyrir eru. Hver sölumaður er með 150-200 fyrirtæki á sínum snærum, sem að þýða um 10-15 heimsóknir á dag. Mikil áhersla er lögð á að afgreiða hverja pöntun eins fljótt og auðið er eða helst innan sólarhrings frá því að hún berst. Würth á Íslandi ehf. gerir miklar faglegar kröfur til sinna starfsmanna, en á sama hátt er lögð mikil áhersla á þeim líði vel í vinnunni og að starfs­ umhverfið sé notalegt. Fyrirtækið leggur sig líka eftir því að vera fjölskyldu- vænt og í því skyni, er innan þess, starfrækt mjög öflugt starfsmannafélag sem að skipuleggur ýmsar uppákomur árið um kring. Höfuðstöðvar og verslanir Höfuðstöðvar og vöruhús Wurth á Íslandi ehf. eru með aðsetur í 2000 fm húsnæði að Vesturhrauni 5 í Garðabæ. Að auki rekur fyrirtækið þrjár verslanir sem eru staðsettar að Bíldshöfða 16 í Reykjavík, Smiðjuvegi 11e í Kópavogi og í Freyjunesi 4 á Akureyri.

Fyrirtækið hefur yfir að ráða þaulvönum og úrræðagóðum sölumönnum, sem eru ráðgefandi um faglegar lausnir á hverjum vöruflokki fyrir sig.

Bakgrunnurinn Würth á Íslandi ehf. er hluti af Würth samsteypunni sem upprunalega er þýsk og er með höfuðstöðvar sínar í smábænum Künzelsau í Þýskalandi. Fyrirtækið var stofnað þar árið 1945 af Adolf Würth, en um tíu árum síðar tók sonur hans Reinhold við stjórnartaumunum, sem hann gerir enn í dag. Á heimsvísu eru rekin um 410 Würth fyrirtæki í 84 löndum, í öllum byggðum heimsálfum. Heildarstarfsmannafjöldi er um 66.000 manns, sem að þýða um 330.000 söluheimsóknir á dag. Tekjur samsteypunnar árið 2010 voru um 1.400 milljarðar króna á 120.000 vörutegundum. Würth á Íslandi Würth á Íslandi ehf. var stofnað árið 1988. Til að byrja með einbeitti fyrirtækið sér eingöngu að þjónustu við bifreiðaverkstæði, málm- og timburiðnað, en með auknu umfangi bættust fleiri atvinnugreinar við. Starfsmannafjöldinn í dag er 35 manns. Þar af eru 20 sölumenn sem heimsækja viðskiptavini sína um allt land, ekki sjaldnar en einu sinni í mánuði, suma tvisvar í viku eða eftir samkomulagi hvers og eins. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Haraldur Leifsson

Wurth á Íslandi ehf. Vesturhrauni 5, 210 Garðabæ

Sími: 530 2000 Fax: 530 2001 www.wurth.is wurth@wurth.is

Made with FlippingBook - Online magazine maker