Time-Sert

TIME-SERT Fljótlegt. Gegnheilt. Öruggt TIME-SERT kerfið byggist á stálhólkum úr gegnheilu efni. Þunnur hólkurinn er skrúfaður og pressaður í viðgerðargatið og því þolir TIME-SERT mikið langvarandi álag auk þess að þola ítrekaða herslu og losun á skrúfum. Nota má hólkana með ISO-staðalsnitti, -fínsnitti og -tommusnitti. Hvort sem það er ál, kopar, stál eða steypt efni og þar sem TIME-SERT hefur þunna veggþykkt sökum samsíða innri og ytri gengja þá hentar TIME-SERT fyrir mörg mismunandi efni. Þar sem hólkurinn er pressaður í viðgerðargatið verða gengjurnar þéttar gagnvart vatni, olíum og gasi.

TIME-SERT gengjuhólkurinn situr þétt og fast og ekki þarf að líma hann. Gengjuhólkurinn er sjálflæsandi þar sem hálfsnittaðar gengjurnar neðst í hólknum mótast sjálfkrafa þegar skrúfað er í með ísetningarverkfærinu og hólkurinn pressast út í viðgerðargatið.

TIME-SERT gengjuhólkurinn er með kraga sem gerir kleift að staðsetja það nákvæmlega við yfirborð. Ekki er þörf á frekari festingum.

Dæmi um notkun:

Gengjuviðgerðarkerfið hentar til nota í véla og tækjaviðgerðum, bílaviðgerðum og málmiðnaði: • K ertagengjur og boltagengjur

• Festingar fyrir rafala og loftkælidælur • Undirvagnsstífur og olíupönnugengjur • V iðhald og endurbætur • S em varanlega gengju í öllum þeim tilfelum þar sem þyngdarsparnaður er mikilvægur • Ryðfríir gengjuhólkar eru í boði til viðgerða á gengjum í matvælaiðnaði

2

Made with FlippingBook Converter PDF to HTML5