Verklagsreglur 2016 fyrir heimasíðu Ölfus.

v/Hafnarberg 32 - 815 Þorlákshöfn Sími: 480 3660 – Fax: 483 3809 leikskolinn@olfus.is

VERKLAGSREGLUR UM STARFSEMI LEIKSKÓLANS BERGHEIMA INNRITUN

1) Hægt er að nálgast umsóknareyðublað í leikskólanum, á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is og á heimasíðu leikskólans, www.bergheimar.is .

2) Barn verður að eiga lögheimili í Ölfusi til að geta byrjað í leikskóla.

3) Foreldrar sem hyggjast flytja til sveitarfélagsins er heimilt að sækja um leikskóla, en barn fær ekki inngöngu fyrr en lögheimili hefur verið flutt.

4) Heimilt er að sækja um leikskóla þegar barn er 12 mánaða.

5) Upphaf leikskólagöngu getur að jafnaði orðið þegar barn er 2ja ára gamalt.

6) Dagsetning umsóknar ræður því, að öllu jöfnu, hvenær barn kemst inn í leikskóla. Þó geta ákveðnar aðstæður haft áhrif á úthlutunina, sbr. gr. 8. 7) Innritun barna fer að mestu fram á tímabilinu júní-september ár hvert. Haft er samband við foreldra þegar barn þeirra hefur fengið inngöngu í leikskóla. Ef foreldrar vilja ekki nýta sér boðið, færist umsóknin í bið og foreldrar beðnir að láta vita þegar virkja á umsóknina aftur. Óski foreldrar ekki lengur eftir því að hafa barn sitt á biðlista ber þeim að tilkynna það til leikskólastjóra. 8) Heimilt er að sækja um forgang vegna eftirtalinna aðstæðna: Fötluð börn, börn með alvarleg þroskafrávik og/eða seinkaðan þroska og vegna barnaverndarúrræða. Vottorð frá viðurkenndum greiningaraðila skal fylgja með umsókn um forgang. Ef forgangur er samþykktur fer viðkomandi barn fram fyrir önnur börn á biðlista. 9) Segja skal upp leikskólaplássi skriflega á þar til gerðum eyðublöðum sem fást í leikskólanum. Uppsagnarfrestur er hálfur mánuður og miðast við 1. eða 15. hvers mánaðar, nema þegar barn útskrifast þá er leikskólaplássi sagt upp á sérstökum foreldrafundi í byrjun maí.

Made with <A HREF="https://flippingbook.com/online-digital-document" TITLE="Learn about FlippingBook for Online Documents">FlippingBook</A> Online document