QUATTRO LAKKÚÐI
Fjölnota þykkur lakkúði sem gefur silkiáferð, þekur einstaklega vel og veitir mikla vörn gegn tæringu.
3 + 1 = Quattro
Tæringarvörn
Ekki
+
Grunnur
bundið
Lakk
við
tiltekinn
stað
Tæringarvörn Myndar þykkt lag af lakki sem lekur ekki til og veitir 100% vörn gegn veðrun og útfjólubláum geislum (ekkert sýnilegt ryð á yfirborði eftir að lágmarki 500 klukkustunda prófun með saltúða). Má nota á ryð sem situr eftir. Fjarlægja verður laust ryð með viðeigandi verkfæri. Ekki þarf að grunna. Grunnur Einstaklega góð viðloðun á nánast hvaða fleti sem er. Hægt er að lakka yfir með nær öllu venjulegu lakki.
Lakk Þekur vel. Dreifir vel úr sér. Mjög fljótt að þorna. Mjög teygjanlegt. Þolir högg og álag mjög vel. Þekur brúnir vel.
Úðabrúsi Sparar gríðarlega mikinn tíma þar sem lakkið er ekki bundið við tiltekinn stað. Tilvalið fyrir notkun utandyra. Sérstakur úðastútur gerir að verkum að lítið af úðanum fer í andrúmsloftið og hægt er að stjórna styrkleikanum.
Notkunarmöguleikar: Handhægur, alhliða grunnur og lakk fyrir gáma, undirvagna, aukabúnað, vélar í landbúnaði og byggingariðnaði, snjóplóga, þök, krana, handrið, hlið, yfirbyggingar á skipum, rör, ljósastaura, flutningsgrindur o.s.frv. Notkun: Hristið brúsann í a.m.k. 3 mínútur fyrir notkun. Flöturinn þarf að vera þurr og laus við fitu. Fjarlægið ryðflögur og laust lakk. Úðið á í 15 - 25 cm fjarlægð. Breidd úðans: Með þremur mismunandi úðastútum ásamt sérstilltum þrýstingi er hægt að breyta breidd úðans eftir þörfum.
Kemur með vængstút.
Undirlag: • Hert gamalt lakk. • Nýir hlutar með grunni frá verksmiðju.
• Ómeðhöndlaðar stálplötur. • Galvaníseraðar stálplötur. • Handryðhreinsaðir fletir. • Ál. • Gerviefni sem má lakka. • Glertrefjastyrktir plasthlutir. • Tré.
Vængstútur Vörunúmer 0891 095 M. í ks. 6
Sívalur stútur Vörunúmer 0891 094 M. í ks. 6
Þær upplýsingar sem hér koma fram eru einungis tilmæli byggð á reynslu okkar. Gera þarf prófanir áður en notkun hefst.
Ráðlegging fagmannsins! Til að áferðin fái um 30% meiri gljáa og til að auka þol gegn bensíni skal úða yfir með glansúða, vörunúmer 0893 39, eftir u.þ.b. 15 mínútna uppgufunartíma.
143
Made with FlippingBook Digital Proposal Creator