april_2012_high.pdf

www.nams.is

DREIFIBRÉF NÁMSGAGNASTOFNUNAR

2012

APRÍL

SAGA Frelsi og velferð – Saga 20. aldar II

Stika 1b – Nemendabók, æfingahefti, kennarabók, verkefni og lausnir

Bókin Frelsi og velferð er framhald bókarinnar Styrjaldir og kreppa . Þessar bækur eru þýddar úr norsku og staðfærðar eftir föngum. Frelsi og velferð fjallar um tímann frá lokum síðari heimsstyrjaldar fram á síðustu ár. Sögueyjan 3. hefti 1900–2010 Bók, hljóðbók og kennsluleiðbeiningar með verkefnum Sögu- eyjan 3. hefti 1900–2010 er þriðja og síðasta bókin í bóka- flokknum Sögueyjan sem Námsgagnastofnun gefur út. Megin- markmið bókarinnar er að varpa ljósi á íslenskt samfélag frá aldamótum 1900 til okkar tíma. Á www.nams.is eru kennslu- leiðbeiningar með verkefnum og hljóðbók. STÆRÐFRÆÐI Sproti 2b – Kennarabók Kennsluleiðbeiningar með Sprota 2b.(Ný útg. 2012) Aftast eru nokkur verkefnablöð til ljósritunar. Efnisþættir í Sprota 2b eru : Tölur upp í 100 – samlagning, tími, tölur upp í 100 – frádráttur, samhverf form og myndir, að tvöfalda helminga, þrívíð form, flatarmál, sléttar tölur og oddatölur og reikningur. Geisli 2B – Grunnbók/vinnubók/lausnir (Ný útg. 2011) Geisli 2B – Grunnbók er í námsefnisflokki í stærðfræði fyrir miðstig grunnskóla. Þessi bók er hluti af kjarnanámsefni fyrir miðstig sem samanstendur af grunnbókunum Geisla 2A og 2B ásamt vinnubókum, þremur þemaheftum og verkefnamöppu. Áður var gefin út ein grunnbók. Lausnir við bækurnar eru á Stærðfræði á miðstigi – Veftorg á www.nams.is

Stika er námsefnisflokkur í stærðfræði fyrir miðstig grunn- skóla. Efnið er framhald af stærðfræðiflokknum Sproti sem er fyrir yngsta stig. Stika býður upp á sveigjanleika í stærð- fræðikennslunni með því að gefa kennurum möguleika á að nota mismunandi kennsluaðferðir. Efnisþættir í Stiku 1b eru : Mælingar, almenn brot, margföldun og deiling og mynstur Nemendabók Námsefnið er sett fram með það í huga að hægt sé að aðlaga kennsluna nemendum með mismikla getu. Með hverjum kafla eru próf og æfingasíður. Æfingahefti Efni æfingaheftisins er skipt eftir efnisþáttum í kafla og þeim er gróflega skipt í þrjú þyngdarstig. Kennarabók Efni kennarabókarinnar fylgir efnisþáttum nemendabókar. Aftast í bókinni eru verkefnablöð til ljósritunar. Verkefni Vekefni til útprentunar með bókinni Stika 1a og 1b er á vef í fjórum hlutum. Lausnir við bækurnar eru á vef. Verkefnin ásamt lausnum eru einnig á Stika – Veftorg á www.nams.is

NÁMSGAGNASTOFNUN 2012

Made with FlippingBook - Online catalogs