03 - Persónuhlífar - 2024

AIR-FINITY Einkaleyfisskyld sólatækni sem dregur úr allt að 55% af álagi og 30% af þrýstingi á sóla. Þetta dregur úr verkjum í fótum og verndar liðamót. Sólinnn er einnig hitaeinangrandi.

SÝNILEIKI

EN ISO 11612:2008 Antiflame

SORONA Bólstrun sem andar og heldur hita með minni fyllingu og þyngd, sem skapar þægilegri flík.

EN 20471 Tryggir 360° sýnileika í öllum skyggnisskilyrðum, óháð birtuskilyrðum. Flúrljómandi efni sem gefur sýnileika á yfir daginn og endurskinsefni sem tryggir sýnileika í myrkri. Það eru þrír sýnileikaflokkar, þar sem flokkur þrjú gefur mesta sýnileikann. Klassi 1 Klassi 2 Klassi 3

EN 20471

STRETCHBELT Teygjubelti er innbyggt í mittisband sem gefur allt að 6 cm útvíkkun á mitti, veitir fullkominn hreyfanleika og stuðning.

ATPV-GILDI Sjá upplýsingar um staðla EN61482 á næstu síðu.

A1-A2

Vörn gegn takmarkaðri útbreiðslu loga (A1: Yfirborðspróf; A2: Próf frá neðri brún efnisins)

Lágmarkssvæði flúrljómandi efnis (m²) Lágmarkssvæði endurskins efnis (m²)

0,14 m²

0,50 m²

0,80 m²

B1-B3 C1-C4 D0-D3 E1-E3

Vörn gegn varmahita Vörn gegn geislunarhita

BOA ® Reimakerfi sem bætir virkni og þéttir betur að fótum. Skilar einfaldari reimingu og dreifir þrýstingi frá reimum jafnt yfir fótinn. Sérsniðin og öflugt kerfi. Boa®- lokunarkerfis ábyrgðin gildir líftíma vörunnar (skóvörunnar). Boa®-systemet er skráð vörumerki Boa Technology, Inc. USA.

RIP-STOP Ripstop efni er ofið dúkaefni með sérstakri styrkingartækni og gerir efnið rif og rispuþolið. Við vefnað á efninu er styrktargagnið ofið með reglulegu millibili í krossmynstri. Vanalega aðferðin er 5 - 8 millimetrar á milli.

0,10 m²

0,13 m²

0,20 m²

Vörn gegn skvettum úr bráðnu áli Vörn gegn skvettum af bráðnu járni

KLASSI 1 (lægsta verndarstig) Hentar fyrir notanda þar sem umferð framhjá fer ekki á meiri hraða en ≤ 30 km/h KLASSI 2 (meðal verndarstig) Hentar fyrir notanda þar sem umferð framhjá fer ekki á meiri hraða en ≤ 60 km/h KLASSI 3 (hæsta verndarstig) Hentar fyrir notanda þar sem umferð framhjá fer ekki á meiri hraða en > 60 km/h. EN 14404 TEGUND 2, verndarstig 1: Staðall fyrir hnévörn , vottunin á við buxur/samfestinga með hnépúðasvæði. Stig 0: Hnévörn sem hentar á jafnsléttu. Veitir enga vörn fyrir hnésvæði. Stig 1: Hnévörn sem hentar fyrir jafnt eða ójafnt yfirborð og gefur vörn gegn léttum höggum sem eru að minnsta kosti (100±5) N. Stig 2: Hnévörn sem hentar fyrir jafnt eða ójafnt yfirborð við erfiðar aðstæður og gefur vörn gegn kraftmeiri höggum sem eru að minnsta kosti (250±10) N.

F0-F3 Vörn gegn snertingu við hita Vinnufatnaður sem uppfyllir kröfur þessa staðals verndar gegn skammtíma útsetningu fyrir eldi eða að minnsta kosti einni tegund af hitagjafa. Verður að vera að minnsta kosti A1 og/eða A2 samþykkt ásamt öðrum staðli til viðbótar. Því hærri sem flokkurinn er, því betri er vörnin. EN ISO 11611 SUÐA Klassi 1: Minni áhætta, skammtímasuðu með litlum skvettum og lágum geislahita. Klassi 2: Fyrir áhættusama suðuvinnu og meiri geislunarhita. EN 1149 RAFSTÖÐUEIGINLEIKAR EN 1149-3 og EN 1149-5 Flíkurnar eru vottaðar í samræmi við EN1149-5 sem tilgreinir vörustaðla fyrir rafstöðueiginleika. Flíkurnar draga úr hættu á rafstöðustuði við þessar aðstæður. Efnið er vottað skv. EN 1149-3. Hinsvegar þarf að vera jarðtenging og skófatnaður skal vera með stöðurafmagnsvörn (ESD). EN 61482-1-2 / IEC 61482-1-2 RAFBOGI Vinnuföt sem eru prófuð til varnar gegn rafbogum. Hentar fyrir starfsfólk sem vinnur nálægt spennuhafi þar sem hætta er á rafboga/ ljósbogasprengingu. Hitastig í ljósboga getur farið upp í mörg þúsund gráður og því er mikilvægt að flíkurnar séu eldþolnar. Efnið í eldtefjandi flíkunum hefur verið prófað til varnar gegn rafbogum en einnig þarf að verja höfuð, fætur og hendur, allt eftir hættunni sem hægt er að verða fyrir. Þessi prófunaraðferð er sambærileg American Arc Standard ASTM F1959. Niðurstöður úr opnu bogaprófinu þaðan eru sýndar sem ARC Rating: ATPV gildi (Arch Thermal Performance Value) og/eða EBT50 gildi (Energy Break Open Threshold). Þetta er rafboga/ljósbogaflokkun fyrir logvarnarefni/textíllög. Niðurstaðan er gefin upp í cal/cm² og þýðir að þessi orka er talin vernda gegn annars stigs húðbruna (með 50% líkum). Veitir takmarkaða vörn gegn litlu magni og skvettum af fljótandi efnum (búnaður af tegund 6) og er ætlaður til notkunar á svæðum þar sem möguleg útsetning er fyrir litlu magni efna, eða þar sem fullrar verndar líkama er ekki krafist. Ef hlífðarfatnaður kemst í snertingu við kemísk efni þarf að taka hann úr notkun tafarlaust. Til að ná sem bestri vörn ætti alltaf að klæðast boli og buxum innan undir EN 13034 hlífðarfatnaði og passa þar af leiðandi að allur líkaminn sé þakinn. Velja þarf verndarflokk einstakra staðla í samræmi við áhættumat. Gildið hjálpar þér að velja rétta verndarstigið. EN 13034/EN 13034+A1 FLYTJANDI EFNI

THERMORE ® Thermore ® er hagnýt hátækni varmaeinangrun sem hefur verið þróuð til þess að halda náttúrulegum líkamshita.

CORDURA ® CORDURA ® -efnin eru einstaklega sterk, létt og viðhaldsfrí. Léttasta CORDURA ® - efnið er tvöfalt endingarbetra en sambærileg efni úr venjulegu nylon-i.

THINSULATE™ Thinsulate TM er ofin himna sem einangrar frábærlega gegn kulda.

DGUV 112-191 (BGR 191) DGUV 112-191 er þýsk reglugerð sem skilgreinir nauðsynlega eiginleika til þess að viðhalda CE vottun ISO 20345:2011 við notkun bæklunarsóla. Þýsku reglugerðirnar eru sem stendur þær einu á evrópskum vettvangi og hafa verið settar sem viðmiðun fyrir öll ESB löndin.

3M™ SCOTCHLITE™ Endurskinsefni sem veitir aukið öryggi í rökkri og myrkri, verndar þannig gegn slysum.

DUPONT™ SORONA Sorona ® er umhverfisvænt efni sem er létt, andar vel, er mjúkt og þunnt með ótrúlega góða einangrunareiginleika, einnig er það fljótþornandi.

TVEGGJA LAGA SÓLI Tveggja laga sóli samanstendur af millisóla og útsóla. Miðsólinn er vanalega örlítið mýkri til að tryggja betri dempun, en útsólinn er hálkuvörn (rennivörn) og hita, olíu eða efnaþolinn.

ESD Stöðurafmagninu sem safnast upp í líkamanum er hleypt út á öruggan og stýrðan hátt í gegnum sólann. ESD stendur fyrir "Electro Static Discharge" - 61340-5-1 í IEC 61340 röð alþjóðlegra staðla sem snýst um nauðsynlegar kröfur um hönnun, undirbúning, uppsetningu og viðhald kerfisins. Hægt er að draga úr stöðurafmagni með því að nota leiðandi efni, t.d jarðtengir viðurkenndur ESD skósóli þig og leiðir stöðurafmagn frá líkamanum. Þannig forðast þú að flytja stöðurafmagnið yfir á efnið eða hlutina sem þú ert að vinna með. FLEXITEC ® Würth MODYF sólatækni sem er framleidd úr stífu fjaðurstáli. Slétt yfirborð sem gerir fótinn stöðugan og tryggir hámarks orku og kraftflutning við notkun. Tæknin er notuð á völdum öryggisskóm frá Würth MODYF. HDRY ® HDry ® -himnan er sérstaklega þróuð fyrir skófatnað og hefur mikla eiginleika við að þurrka upp bleytu. Himnan er soðin beint á neðri hluta þurrkefnisins og útilokar þannig núningspunkta. HDry ® skapar þurrt loft á milli fóts og himnunnar. Þetta lágmarkar svita og hita í skóm og stuðlar að stöðugu hitastigi innan í skóm. IÐNAÐARÞVOTTUR ISO 15797 er trygging fyrir því að varan þoli iðnaðarþvott og þurrkun. Prófunarferlið þarf að líkja eftir þeim áhrifum sem iðnaðarþvottur hefur á vinnuföt, sem og lit og endingu. Fötin eru prófuð með átta mismunandi þvottaaðferðum sem saman munu líkja eftir áhrifum sem vinnufötin verða fyrir við iðnaðarþvott.

EN 343 VÖRN GEGN SLÆMU VEÐRI Vinnufatnaður sem verndar gegn úrkomu (rigningu/snjókomu) þoku, raka og öðrum verri veðurskilyrðum við hitastig niður allt að -5 C°. X = Vatnsþol, stig 1, 2 eða 3 (hæsti klassi er 3) Y = Öndunareiginleikar, stig 1, 2 eða 3 (hæsti klassi er 3)

VATNSHELDNI Vatnsheldni er mæld í millimetrum. Gildið segir til um vatnsheldni flíkarinnar. Því hærri sem vatnsheldnin í millimetrum er, því vatnsheldara er efnið.

EN 343

VIBRAM ® Ítalskt vörumerki, talið eitt það besta í heimi í skósólum. VIBRAM ® -sólar eru taldir einstaklega endingargóðir, hálkuþolnir (rennivörn) og þeir höggdeyfa mjög vel. Þeir eru notaðir á valda öryggisskó. UV STAÐALL 801 Vörur sem er samhæfðar við UV staðal 801 verndar húðina gegn sólargeislum. Sólvarnargeta flíkarinnar hefur áhrif á því hversu þétt flíkin situr á líkama við notkun, myndar ekki raka eða svita og minnkar þar af leiðandi slit á flík. Þess vegna er textíllinn teygður, vættur, þveginn og útsettur fyrir álagi við prófun. LÍFRÆNN BÓMULL (BIO COTTON) Lífrænn bómull er framleiddur samkvæmt leiðbeiningum um lífræna ræktun. Skordýraeitur eða tilbúinn áburður sem er gjarnan notaður þegar bómull er ræktaður er skipt út fyrir vistfræðilega tækni sem veldur minni áhrifum á umhverfið. Sjálfbærni gegnir aðalhlutverki í lífrænum bómul. ØKO-TEX ® Vörur merktar Øko-Tex/Trygge Tekstiler mega ekki innihalda ofnæmis eða krabbameinsvaldandi litarefni. Merkið gefur einnig tryggingu fyrir því að varan hafi verið prófuð með tilliti til innihalds klóraða fenóla, þalöta og sambærilegra lífrænna sambandsefna. Øko-Tex Standard 100 er alþjóðlegt prófunar og vottunarkerfi fyrir vefnaðarvöru.

Klassi 3 >13.000 Pa RET > 1-19 (góð öndun)

Klassi 2 >8.000 Pa

Klassi 1

X (vatnsþol)

RET > 20 (minni öndun)

Y (öndun)

RET > 150

EN 342 VÖRN GEGN KULDA Flík með þennan staðal veitir góða vörn gegn kulda. Þetta eru staðalkröfur um hitaeinangrun og loftumgengni.

EN 342

EN 14058 VÖRN GEGN KULDA Flík með þennan staðal veitir nokkra vörn gegn kulda

EN 14058

LOXY Vörumerki sem, með rannsóknum og nýstárlegri hönnun, skilar hágæða endurskini með tæknifilmu, límfilmu og saumþéttingarbandi.

SOLAR FRÁ MICHELIN Létt gúmmíblanda sem býður upp á kosti í fjölbreyttu vinnuumhverfi. Hannað með sannaðri Michelin dekkjatækni, sólar frá Michelin eru einstaklega endingargóðir og aðlaga sig vel að flestum aðstæðum, líka við erfiðari aðstæður. ÖNDUN Öndun (MVP - rakaflutningur) er mældur í grömmum (gr) af vatnsgufu/raka á hvern fermetra (m²) yfir 24 klst. Þetta þýðir að t.d. með öndun upp á 5.000 g af raka fer í gegnum einn germetra af tiltekni vöru á innan við 24 klst. Himnur með gildið 10.000 g/m²/24 klst. eða meira eru taldar anda mjög vel.

MADE IN GREEN by ØKO-TEX er framlenging á ØKO-TEX Standard 100-merki, sem auk þess tryggir að varan innihaldi ekki skaðleg efni, tryggir einnig að varan sé framleidd á umhverfisvænan og samfélagslega ábyrgan hátt.

274

275

Made with FlippingBook Ebook Creator