Sundström Öndunarvörn

10

VELDU VIFTU

VIFTUEININGAR SR 500 OG SR 700 EINKENNAST AF: Miklu loftstreymi, 175 eða 240 l/mín., sem tryggir jákvæðan þrýsting í andlitshlífinni, jafnvel við mikið vinnuálag, og viðheldur háu verndarstigi. Mikið loftflæði beggja vifta, SR 500 og SR 700, tryggir hæsta verndarflokk TH3 eða TM3 fyrir allar andlitshlífar. Sjálfvirkri flæðisstýringu sem hefur eftirlit með og viðheldur stilltum loftflæðishraða, þ.e. engin kvörðun. Viðvörunaraðgerðir fyrir stíflaðar agnasíur og lága getu rafhlöðu. Skjár með skýrum táknum fyrir lykilgögn, t.d. valið gegnumstreymi og gerð viðvörunar. Fjarlægjanlegar litíumjónarafhlöður fyrir snögga hleðslu og langan endingartíma. Breiðu úrvali af andlitshlífum, eins og grímum, hjálmum og skermum, allt í TH3. Einnig er hægt að tengja þær við SR 200 heilgrímuna eða SR 900 hálfgrímuna, TM3. Rafein- datæki og viftuhulstur eru afar vel lokuð inni í hylki (IP67) og auðvelda þannig öll öflug þrif sem kann að vera þörf. Allar viftur eru seldar með rafhlöðu, hleðslutæki, belti, loftflæðismæli, forsíuhaldara, forsíu og agnasíu.

Made with FlippingBook Online newsletter