Sundström Öndunarvörn

34

FLÓTTAGRÍMUR FYRIR RÝMINGU EF BRUNA OG/EÐA EFNASLYS BER AÐ HÖNDUM

Flóttagrímur Sundström Safety fyrir rýmingu ef bruna og/eða efnaslys ber að höndum einkennast af:

Flóttagríman er síandi öndunarhlífðarbúnaður til að bjarga sjálfum sér ef bruna og/eða efnaslys ber að höndum. Flóttagrímur Sundström Safety eru fáanlegar í nokkrum útgáfum með mismunandi síusam- setningum eftir þeim váhrifum sem vænst er. Flóttagríman er byggð á SR 100 hálfgrímunni í silíkoni og hjálmurinn er gerður úr efnaþolnu og eldtefjandi efni sem veitir framúrskarandi mátun og mikil þægindi. Hjálminn má setja upp án fyrirfram stillinga. Hjálmurinn er fáanlegur í tveimur stærðum (S/M og M/L) og pas- sar flestum fullorðnum og unglingum. Útöndunarlokarnir tveir og síusamsetning með lágri útöndunar- og innöndunarmótstöðu krefst lágmarksáreynslu af notanda í hugsanlega sálrænt og líkamlega erfiðu umhverfi. Hjálminum er pakkað í lofttæmi í álpoka og er fáanlegur bæði fyrir kyrrstæða og hreyfanlega notkun í poka sem má festa við belti. Endingarþolinn og lofttæmdur álpoki veitir þér áhyggjulausa notkun í 10 ár án þess að neina þjónustu eða viðhald þurfi. NB: Flóttagrímur ætti aðeins að nota fyrir rýmingu en ekki sem búnað til að framkvæma tiltekin verk. Aðeins til notkunar í umhverfi með nægilegt súrefnisinnihald í nærliggjandi lofti.

• Gríman er gerð úr efnaþolnu og brunatregu efni • Saumaðir og límdir saumar • Tveir útöndunarlokar • Gassía eftir vænt váhrif • Agnasía með síunarafköst upp á yfir 99,997% • Tvær stærðir S/M og M/L • Meginhluti grímunnar SR 100 úr silíkoni veitir hámarksvernd og -þægindi. • Innbyggð höfuðbönd tryggja að fljótlegt og einfalt er að setja grímuna á sig án þess að stilla hana fyrst • Hálsþétting í silíkoni fyrir hámarksþéttingu gegn innri leka • 10 ára geymsluþol og engrar þjónustu krafist • Stór skermur meðhöndlaður gegn þokumyndun

Made with FlippingBook Online newsletter