07
Heilgríma sem passar mjög vel og veitir mikla vernd, augnvörn og afar góða öndunareiginleika til notkunar við hinar erfiðustu vinnuaðstæður. HEIL ANDLITSGRÍMA
SR 200 heil andlitsgríman er úr silíkoni og framleidd í einni stærð sem passar á flestar stærðir andlits. Gríman er búin þremur innöndunarlokum og tveimur útöndu- narlokum og þess vegna er öndunarfyrirstaða í algjöru lágmarki. Hlífar útöndunarlokans með þynnum vernda lokana og himnunar gegn ryki og málningarúða á skilvirkan hátt. Hönnun og staðsetning á útöndunarlokum bætir tiltækt svigrúm til samskipta. Efnið og litarefnið í meginhluta grímunnar eru samþykkt af FDA og BGA fyrir matvæli, sem lágmarkar hættu á snertiofnæmi. Þægileg og stillanleg höfuðbönd grímunnar eru fest við skermarammann og við útöndunarlokana, sem ásamt stórri kúptri hvirfilplötu á þátt í því að hún er þægileg, örugg og passar vel. Kúlulaga skermur með afar gleiðu sjónsviði. Grímuna má nota annaðhvort sem síubúnað ásamt síum frá Sundström eða sem köfunarloftsbúnað með stöðugu loftflæði ásamt SR 307-þrýstiloftsaukabú- naði. SR 200 má einnig nota sem andlitshlíf ásamt viftueiningu frá Sundström, SR 500 eða SR 700. Haldari fyrir forsíu fylgir með. SR 200 heilgrímur ásamt SR 500 EX-viftu hafa verið samþykktar til notkunar í hugsanlega sprengifimu umhverfi. Best geymt í kassa SR 344 eða geymslupoka SR 339-1 eða SR 339-2.
SR 200 HEIL ANDLITSGRÍMA SR 200 heilgríma PC vörunr . H01-1212 SR 200 heilgríma, gler vörunr . H01-1312
Filter
Fläkt
Tryckluft
Made with FlippingBook Online newsletter