april_2012_high.pdf

www.nams.is

ÍSLENSKA Lestrarlandið – Vinnubók 1

miði að auka fjölbreytni verkefna og einfalda nemendum að ná tökum á efnisþáttum bókanna. Nemendur geta fylgst með hve mörgum spurningum þeir ná að svara rétt hverju sinni. Á vefnum eru verkefni með bókunum, Lífheimurinn, Manns- líkaminn og Maður og náttúra . Jarðfræðivefurinn Jarðfræðivefurinn er gagnvirkur vefur fyrir miðstig og ung- lingastig. Nýtt efni er komið í kaflann um eldgos en í honum er fjallað um hvað veldur eldgosum, hvað gerist þegar gýs, ólíkar gerðir eldstöðva, gosbelti á Íslandi og helstu eldstöðvar á landinu. Þar er jafnframt tímalína yfir helstu gos á Íslandi frá 1902 og þrjár fræðslumyndir. Þær fjalla um eldvirkni á Íslandi, um gosið í Heimaey þar sem má meðal annars sjá afleiðingar eldgosa og um Surtsey. LÍFSLEIKNI Stefnan sett! – Um náms- og starfsval Mappa og vefur Mappan er hugsuð til að nemendur geti safnað í hana fjöl- breyttum gögnum sem þeir afla sér í námi sínu í náms- og starfsfræðslu en ábendingar um hvernig nota má efnið er að finna í kennsluleiðbeiningum sem eru á samnefndum vef. Á vefnum má einnig finna gagnvirka áhugakönnun, krækjur í heimasíður ýmissa stofnana og framhaldsskóla o.fl. Nám í skóla um hamingju og velferð – Að sitja fíl Nám í skóla um hamingju og velferð – Að sitja fíl er handbók fyrir kennara sem byggist á hugmyndum jákvæðrar sálfræði. Í henni er meðal annars að finna hugmyndir um viðfangsefni í kennslustundum og ráðleggingar um hvernig má innleiða verk- efni sem aukið geta velfarnað nemenda. Í bókinni er mikið af hagnýtum og faglegum leiðbeiningum og tillögum um hvernig skipuleggja má kennslu í lífsleikni á skemmtilegan hátt.

Þessi bók er sú fyrri af tveimur vinnubókum með Lestrarland- inu þar sem lögð er áhersla á að þjálfa meginþætti lestrar- náms. Gert er ráð fyrir að vinnubækurnar séu notaðar samhliða lestrarbókinni. Svaðilför í berjamó – Hljóðbók Hljóðbók með samnefndri bók úr flokknum Auðlesnar sögu- bækur. Bókin er til niðurhlaðs á www.nams.is Mér er í mun … er sýnisbók bókmennta. Stiklað er á stóru í ís- lenskri bókmenntasögu, dæmi eru tekin, þjóðþekkt skáld eru kynnt en jafnframt eru verk yngri höfunda skoðuð. Bókin skiptist þannig að á eftir almennri umfjöllun um bókmenntir koma bókmenntatextar og stiklur um höfunda í aldursröð. Kennsluleiðbeiningar og hljóðbók eru á www.nams.is. Beinagrindur – Kennsluleiðbeiningar/Innlagnir Beinagrindur – innlagnir eru kennsluleiðbeiningar með bók- inni Beinagrindur – Handbók um ritun. Innlagnirnar eru settar upp á einfaldan hátt í Power Point og geta kennarar valið í flestum köflum um tvær mismunandi tegundir ritunar. NÁTTÚRUFRÆÐI Maður og náttúra – Grunnbók og verkefni Maður og náttúra er í flokknum Litróf Náttúrunnar sem er námsefni í náttúrufræði fyrir unglingastig. Bókin er í fimm köflum. Verkefni til útprentunar eru á www.nams.is. Litróf náttúrunnar – Gagnvirk verkefni Á þessum vef eru gagnvirkar krossaspurningar í náttúrufræði sem eru tengdar bókaflokknum Litróf náttúrunnar . Efnið er ætlað sem þjálfunarefni fyrir nemendur með það að mark- Mér er í mun … Lesbók og kennsluleiðbeiningar og hljóðbók

;^ILjQTNZ yJMZRIU~ VINNUBÓK

NÁMSGAGNASTOFNUN 2012

Made with FlippingBook HTML5