april_2012_high.pdf

LISTGREINAR Hagnýt Leiklist – Handbók kennara og fræðslumynd Aðferðir leiklistar nýttar til náms Hagnýt leiklist er handbók ætluð kennurum. Í bókinni ertu teknir saman tugir kennsluaðferða í leiklist og leiðbeiningar um beit- ingu þeirra. Í leiklist er unnið markvisst að því að efla ábyrgðar- kennd nemenda, frumkvæði, sjálfstæði og umburðarlyndi og að gefa þeim tækifæri til að afla sér þekkingar sem ýtir undir frumlega hugsun og sjálfstæð vinnubrögð. Fræðslumyndin sýnir þrjú heildstæð kennsluverkefni í leiklist, eitt fyrir hvert stig grunnskólans. Raðað er saman nokkrum kennsluaðferðum leik- listar þannig að úr verði heildstætt ferli. Aðferðirnar má nýta með nánast hvaða námsefni sem er en hér er unnið með Ástar- sögu úr fjöllunum, Snorra sögu og Kjalnesinga sögu. TUNGUMÁL Lyt og se – Vefur Vefurinn Lyt og se er gagnvirkur vefur í dönsku fyrir unglingastig á www.nams.is. Vefurinn samanstendur af níu stuttum mynd- böndum og þeim fylgir fjöldi gagnvirkra verkefna. Hvert mynd- band er á bilinu þrjár til fimm mínútur að lengd og hverjum þætti fylgja fjögur til fimm verkefni. Spotlight 9 – Lesbók, vinnubók, kennsluleiðbeiningar og CD Í lesbókinni Spotlight 9 eru sex einingar eða kaflar. Þrír þeirra hefjast á tveimur grunntextum og þar á eftir fylgja fjórir val- textar, Cool reads. Þrír kaflar fjalla um Kanada, New York og Asíu. Í vinnubókinni eru æfingar og verkefni með textum í les- bókinni og lagatextum. Æfingar merktar með stjörnu eru erfið- ari. Málfræðiæfingar eru aftast og tengjast ekki textunum í les- bókinni. Á geisladiskinum eu textar, tónlist, hlustunaræfingar og próf úr þeim. Í kennsluleiðbeiningunum með Spotlight 9 eru leiðbeiningar og ráð með hverri einingu, fjölföldunarsíður með æfingum, handrit að hlustunaræfingum, einingarpróf auk mál- fræðiprófa.

TRÚARBRAGÐAFRÆÐI Bókin um Tíslu – Bók og vefur

Um er að ræða námsbók í siðfræði og lífsleikni. Hún fjallar um hugsanir, tilfinningar og atvik sem upp kunna að koma hjá börnum við upphaf skólagöngu og hvernig má takast á við breytingar á jákvæðan hátt. Á vefnum eru myndir og nótur með Tísluvísunni. Hægt að hlusta á hana sungna eða eingöngu með undirspili, einnig eru myndirnar úr bókinni með og án texta. Trúarbragðavefurinn Trúarbragðavefurinn kemur til móts við vaxandi fjölmenningu í samfélaginu með það markmið að draga úr fordómum og bæta samskipti manna á milli. Trúarbrögð eru mikilvægur þáttur í allri menningu og áríðandi að börn jafnt sem fullorðnir tileinki sér umburðarlyndi gagnvart gildum annarra. Á vefnum er að finna kynningu á fimm af áhrifamestu trúarbrögðum heims, gagnvirk verkefni, tenglasöfn og vefleiðangur.

NÁMSGAGNASTOFNUN 2011

NÁMSGA NASTOFNU 2012

Made with FlippingBook HTML5