Skólanámskr 2014

Skólanámskrá

Leikskólinn Bergheimar v/Hafnarberg 815 Þorlákshöfn Sími 48o3660 • símbréf 4833809. GSM 8523853

Heimasíða: www.bergheimar.is Netfang: leikskolinn@olfus.is Netfang leikskólastjóra: asgerdur@olfus.is Netfang aðstoðarleikskólastjóra: dagny@olfus.is Skólanámskrá Bergheima 7. útgáfa endurskoðuð 2014

Kæru foreldrar, velkomin með barnið ykkar í leikskólann Bergheima. Námskráin er kynning á námi og starfsemi þeirri sem fram fer í Bergheimum. Foreldrar og forráðamenn eru velkomin í leikskólann til skrafs og ráðagerða og til að fylgjast með því sem er að gerast á deild barnsins. Leikskólinn tók til starfa í núverandi húsnæði árið 1983 og þá tveggja deilda. Saga leikskólans er þó mun lengri. Árið 1966 hófu kvenfélagskonur viðræður við sveitarfélagið um stofnun leikskóla sem varð að veruleika í formi sumarskóla. Leikskólinn var rekinn í grunnskólanum og síðar í öðru húsnæði og þá allan ársins hring. Má segja að aðkoma Kvenfélags Þorlákshafnar hafi markað þá faglegu og samfélagslegu stefnu sem leikskólinn hefur unnið að frá upphafi.

Í námskránni eru hugtökin „kennarar“ um starfsfólk, „nemendur“ um börnin óháð aldri, „kennsla“ þegar um beina og óbeina innlögn er að ræða, „náms- og leikefni“ um efnivið og leikföng sem börnum er boðið upp á í leikskólanum.

Leikskólastjóri er yfirmaður leikskólans sem ber faglega og rekstrarlega ábyrgð á starfseminni. Aðstoðarleikskólastjóri er staðgengill leikskólastjóra og honum til ráðuneytis um tilhögun innan leikskólans. Deildarstjóri ber ábyrgð á kennslu á sinni deild. Hann ber einnig ábyrgð á foreldrasamstarfi á deildinni. Leikskólakennarar og leiðbeinendur eru kennarar deildarinnar og vinna undir stjórn og í samstarfi við deildarstjóra Matráður sér um undirbúning matarins og pantar inn matvæli fyrir leikskólann. Sérkennslustjóri er ráðgefandi fyrir foreldra, deildarstjóra og starfsfólk um framvindu sérkennslumála auk kennara / leiðbeinenda sem eru til þess sérstaklega ráðnir, stýrir sérkennslu. ALLT STARFSFÓLK LEIKSKÓLANS ER BUNDIÐ ÞAGNARSKYLDU OG ÞÆR UPPLÝSINGAR SEM KENNARAR FÁ UM BARNIÐ OG FJÖLSKYLDU ÞESS ERU TRÚNAÐARMÁL OG HELST ÞESSI SKYLDA ÞÓ LÁTIÐ SÉ AF STÖRFUM Kennarar hafa frumskyldu með tilkynningar til barnaverndar !

Made with <A HREF="https://flippingbook.com/online-digital-brochure" TITLE="Learn about FlippingBook for Online Brochures">FlippingBook</A> - Online Brochure Maker