Würth vörulisti

FLJÓTANDI GÚMMÍEINANGRUN

VDE-prófuð gegnslagsspenna. Gegnslagsþol samkvæmt DIN EN 60243-1

Fljótandi rafmagnseinangrun fyrir ólögulega íhluti og staði sem erfitt er að komast að.

Gúmmígrunnur • Teygist allt að 400% • Verður hvorki stökkur né brotnar

Einangrun allt að 7x meiri en með einangrunarlímbandi og 2x meiri en með herpihlíf

Lyktarlaust eftir þornun

Sílikonfrítt

Þolir sólarljós og veðrun, sýrur, basa, sölt og olíur auk flestra annarra efna.

Litur

Innihald Vörunúmer

M. í ks.

0893 198 121 1/12

Svartur

100 g/dós

Lýsing: Fljótandi gúmmíeinangrun til að loka og vernda rafmagns- og tengihluti (t.d. rofaeinan- grun, tengieinangrun, snúrueinangrun og -viðgerðir). Til að dýfa í eða pensla. Notkun: Hrærið vel í gúmmíeinangruninni fyrir hverja notkun til að koma í veg fyrir loftbólur. Yfirborð verður að vera þurrt, hreint, laust við önnur efni og burðarhæft. Berið einangrunina þykkt á staðinn sem á að einangra. Til að ná

hámarksárangri og bestri niðurstöðu mælum við með eftirfarandi: 2–3 umferðir. Ef umferðirnar eru fleiri látið líða ca. 15–20 mínútur milli umferða. Látið þorna í minnst 12 klst. (24 klst. ef mögulegt). Til athugunar: Gangið úr skugga um að straumur hafi verið rofinn áður en vinna hefst. Fyrir fullnægjandi vörn þarf að bera á 2–3 umferðir.

Tæknilegar upplýsingar:

Hitaþol

–35°C til +95°C lágmark +10°C eftir ca. 10 mín.

Hitastig við notkun

Rykþurrt Fullþurrt

eftir 12 klst.

Þykkt umferða Gegnslagsþol

0,15–0,20 mm hver umferð

52.000 V/mm

Þær upplýsingar sem hér koma fram eru einungis tilmæli byggð á reynslu okkar. Gera þarf prófanir áður en notkun hefst. Nánari upplýsingar er að finna á upplýsingablaði.

141

Made with FlippingBook - Online magazine maker