Würth vörulisti

PRODUCT NAME RYÐVARNARGRUNNUR

Tæringarvörn sem bera má á málmfleti með bursta.

Góð tæringarvörn (u.þ.b. 500 klukkustundir samkvæmt DIN 53167). Kosturinn fyrir þig: • Þ olir vatn, sjó og fjölmörg efni. Hraðþornandi. Kostirnir fyrir þig: • H ægt að nota og flytja efni stuttu eftir að borið er á. • T ilvalið til húðunar fyrir flutninga í stáliðnaði. Hægt að lakka yfir. Þolir tímabundið hita upp að +120°C. Samræmist VOC*. Kostirnir fyrir þig: • M inna af leysiefni. • S amræmist hámarksinnihaldi VOC sem tilgreint er í VOC-tilskipuninni (1999/13/EB).

Eiginleikar: Veitir langvarandi vörn gegn tæringu og ryði undir lakki. Notkunarmöguleikar: Bifreiðasmíði, skipasmíði, málm- og stáliðnaður, verkfæraframleiðsla, brúarsmíði, tankasmíði, rörasmíði, landbúnaður og skógrækt, iðnaðarvélar o.s.frv. Notkun: Yfirborðið sem á að bera á verður að vera hreint, þurrt og laust við feiti. Fjarlægið laust ryð, lakk og óhreinindi með vírbursta, sköfu o.s.frv. Hrærið vel í fyrir notkun. Berið tvær þykkar umferðir á með u.þ.b. klukkustundar millibili.

* Volatile Organic Compound

Lýsing

Litur

Innihald Vörunúmer

M. í ks.

0890 191

Ryðvarnargrunnur

rauðbrúnn

750 ml

1/6

RYÐUMBREYTIR

Umhverfisvænn ryðbreytir á grunni fjölfasa blöndu.

Hægt að lakka yfir. Kosturinn fyrir þig: • H ægt er að lakka yfir með öllum almennum gerðum lakks eftir 3 klukkustundir. Hægt að spartla yfir. Á grunni fjölfasa blöndu og því umhverfisvænt. Safety-vara. Kosturinn fyrir þig: • E ykur öryggi á vinnustað.

Eiginleikar: Stöðvar tæringu og veitir gott undirlag fyrir frekari lökkun. Ryðumbreytirinn smýgur inn í ryðið og gengur í efnasamband við það. Járnoxíðið umbreytist í stöðuga, óleysanlega, blásvarta og lífræna málmblöndu. Notkun: Yfirborðið sem á að bera á verður að vera hreint, þurrt og laust við feiti. Fjarlægið laust ryð, lakk og óhreinindi með vírbursta, sköfu o.s.frv. Berið á jafna og þunna áferð með bursta eða rúllu. Gætið þess að efnið leki ekki til. Lakkið yfir innan 48 klukkutíma. Fylgið verkunartíma. Hyljið fleti sem ekki á að meðhöndla.

Athugið: Ekki skola meðhöndlaða fleti með vatni. Skolið hins vegar ryðumbreytinn af lökkuðu yfirborði. Notið ekki í sterku sólarljósi, á heitum flötum yfir +40°C og þegar von er á frosti. Má ekki frjósa. Hreinsið verkfæri með vatni eftir notkun.

Lýsing

Litur

Innihald Vörunúmer

M. í ks.

0893 110

Ryðbreytir

kremaður

1000 ml

1/12

Þær upplýsingar sem hér koma fram eru einungis tilmæli byggð á reynslu okkar. Gera þarf prófanir áður en notkun hefst! Bæði við notkun og þegar lakkað er yfir þarf að fylgjatæknilegum upplýsingum og leiðbeiningum frá framleiðanda lakksins sem lakka á með.

Sílikonhreinsir, 600 ml úðabrúsi Vörunúmer: 0893 222 600 M. í ks. 6

142

Made with FlippingBook - Online magazine maker