Würth vörulisti

Product name Welnox 500

Virk málmlitarefni. Kostirnir fyrir þig: • Engar skvettur við suðu. • Mjög góð leiðni. • Brennur ekki. • Engin sótmyndun.

Teygjanlegur, fljótþornandi leiðniþéttir með virku málmlitarefni fyrir vinnu með hlífðargas og punktsuðu.

Mjög góð viðloðun. Kosturinn fyrir þig: • Loðir við ál, ómeðhöndlað og galvaníserað blikk, gamalt lakk o.s.frv. Fljótþornandi. Kosturinn fyrir þig: • Allt eftir því hversu mikið er borið á er hægt að lakka yfir eftir 15-20 mínútur. Samræmist VOC*. Kostirnir fyrir þig: • Minna leysiefni. • Samræmist hámarksinnihaldi VOC sem tilgreint er í VOC-tilskipuninni (1999/13/EB).

Notkun: Flöturinn verður að vera hreinn, þurr og laus við fitu. Hristið brúsann vel fyrir notkun. Til að þétta eftir suðu skal hreinsa suðustaðinn með slípiflóka og sílikonhreinsi. Úðið fyrst á þunnu lagi. Gætið að tilgreindum uppgufunartíma. Hægt er að lakka yfir með öllum algengum gerðum lakks. Athugið: Að notkun lokinni skal snúa brúsanum á hvolf og úða þar til stúturinn er alveg tómur.

Eiginleikar: Leiðniþétting og suðugrunnur með mjög góðri viðloðun á ýmis konar flötum. Dregur úr skvettum, bruna og sótmyndun og veitir langvarandi og áreiðanlega vörn gegn tæringu. Notkunarmöguleikar: Boddíviðgerðir, bifreiðaviðgerðir, bifreiðasmíði, verkstæði, stál- og málmsmíði o.s.frv.

* Volatile Organic Compound (rokgjarnt, lífrænt efnasamband)

Þær upplýsingar sem hér koma fram eru einungis tilmæli byggð á reynslu okkar. Gera þarf prófanir áður en notkun hefst! Bæði við notkun og þegar lakkað er yfir skal fylgja tækniupplýsingum sem og leiðbeiningum frá framleiðanda lakksins.

Lýsing

Litur

Innihald Vörunúmer

M. í ks.

0893 215 500

Welnox 500

silfurgrár

500 ml

1/12

Zink 300

• Góð ryðvörn. • Hitaþol +300°C. • Lítur út sem heitzinkhúðun. • 2 til 3 umferðir gefur zinkið viðurkennda þykkt skv. DIN 50976. • Hraðþornandi snerrtiþurrt eftir 15 mín, Gripþurrt eftir 45 mín. og fullþurrt eftir 2 til 3 daga.

Innihald Vörunúmer

M. í ks.

892 200

500 ml

6

146

Made with FlippingBook - Online magazine maker