Fatastaðlar og merkingar Þessi fatnaður samræmist grundvallarfyrirmælum Evróputilskipunar 89/686 EEG varðandi hlífðarbúnað. EB-gerðarprófun þessa hlífðarbúnaðar var framkvæmd af FIOH, Finnish Institute of Occupational Health Topeliuksenkatu 41aA, FI-00250 Helsinki, Finnlandi. Tilkynntur aðili nr. 0403. Á merkingu fatnaðarins má sjá hvaða evróspku stöðlum fatnaðurinn samræmist og hvert nothæfisstig hans er, samkvæmt viðkomandi evrópskum stöðlum. Almennar upplýsingar: Fara þarf í öllu eftir fyrirmælum hvað varðar hreinsun og viðhald hlífðarbúnaðar til að tryggja varanlega vernd. Til þess að tryggja sem bestu vernd þurfa allar festingar fatnaðarins að vera lokaðar og ef á þarf að halda skal nota hettuna og binda hana. Skipta þarf um mjög óhrein eða skemmd föt þar sem hlífðareiginleikar fatnaðar kunna að hafa skerst. Við vinnuaðstæður sem kunna að reynast hættulegar eða óþekktar er ráðlagt að fá tæknileg ráð hjá öryggissérfræðingi fyrirtækisins eða birgðaaðila hlífðarfatnaðar. Hvað varðar viðgerðir á hlífðarfatnaði skal aðeins nota efni sem hefur sömu eiginleika og upphaflega efnið. Fatnaðurinn hlífir aðeins þeim líkamshlutum sem hann hylur. Því er ráðlagt að ganga alltaf í klæðnaði sem hylur alla líkamshluta. Leiðbeiningar um umhirðu: Fara skal eftir þvottaleiðbeiningum sem fylgja flíkinni. Lokið rennilás, festið pinna o.s.frv. áður en fatnaðurinn er þveginn. Aðeins skal nota þvottaduft úr gerviefni en ekki þvottaefni sem innihalda sápu. Skoða skal fatnaðinn eftir þvott og þurrkun áður en hann er notaður.
EN ISO 11612 Hlífðarfatnaður gegn hita og eldi samkvæmt EN ISO 11612. Lýsing: Takmörkuð Stig:
A1 eða A2 eða bæði A1+A2 (ISO 15025)
Varmastreymi logaútbreiðsla.
B1-B3 (ISO 9151) á fatnaði og saumum. D1-D3 (ISO 9185) E1-E3 (ISO 9185) C1-C4 (ISO6972, aðferð B)
Geislahiti Bráðið ál
Slettur af bráðnu
Hiti við snertingu F1-F3 (ISO 12127, 250°C) Eftir því sem talan er hærri, þeim mun meiri vörn er til staðar. Ef fatnaðurinn veitir vernd gegn bráðnu áli og bráðnu járni hafa sértækar hönnunarkröfur verið uppfylltar. Ef íðefni eða eldfimir vökvar slettast á fatnað við notkun skal notandi tafarlaust draga sig í hlé og fjarlægja varlega fatnaðinn án þess að fatnaðurinn komist í snertingu við húð. Síðan skal þvo fatnaðinn áður en hann er notaður eða taka hann úr umferð. Til varnar gegn bráðnu áli eða járni merkt D/E: Ef bráðið ál eða járn slettist á fatnað við notkun skal notandi tafarlaust draga sig í hlé og fjarlægja varlega fatnaðinn. Ef fatnaður er í þessu tilfelli næst húðinni er ekki víst að hann komi algjörlega í veg fyrir bruna. járni EN 1149-5 Hlífðarfatnaður til þess að fyrirbyggja uppsöfnun stöðurafmagns og koma þar með í veg fyrir sjálfsprottna losun og lífshættulegt ástand sem kann að koma upp í sprenginæmu umhverfi. Notandi þarf að vera nægilega jarðtengdur með viðeigandi skófatnaði.
Viðnámið milli notandans og jarðar þarf að vera minna en 10 Ω. Klæðast þarf fatnaðinum fullkomlega og hneppa hnöppum við notkun. Ekki skal nota fatnaðinn í súrefnisauðguðu andrúmslofti nema ábyrgur öryggistæknimaður hafi samþykkt slíkt. Fatnaðurinn skal ávallt hylja öll ósamþykkt efni við notkun.
Vel sýnilegur fatnaður. Fatnaðurinn hefur verið samþykktur í hlífðarflokkum 1 til 3, en sá hæsti er flokkur 3. Einnig fellur það undir flokk 3 ef fatnaði úr lægri hlífðarflokkum er blandað saman. Flokkunin byggist á lágmarks sjáanlegu yfirborði í m2 hvað varðar grundvallarefni (sjálflýsandi yfirborð) og endurskinsefni. Flokkur 1 Flokkur 2 Flokkur 3 Grundvallarefni 0,14 m2 0,50 m2 0,80 m2 Enduskinsefni 0,10 m2 0,13 m2 0,20 m2 EN 471
X= Flokkun fatnaðar frá 1 til 3, þar sem 3 er hæst (sjá áletrun) Y= Flokkun endurskinsefnis frá 1 til 2, þar sem 2 er hæst (sjá áletrun) Haldið fatnaði hreinum til að ná hámarks árangri.
30
Made with FlippingBook Digital Proposal Creator