Bætiefni

I-ET HREINSIR - HREINSIFROÐA Í SOGGREIN, EGR OG TÚRBÍNU

Notkunarsvið: Bæði á bensín og díselvélar. Eiginleikar: Inniheldur virk efni sem fjarlægja sót og kolefnisagnir innan úr soggrein, EGR, túrbínu og brunahólfi. Ekki er nauðsynlegt að taka hluti í sundur við hreinsun. Hreinsun á soggrein, ventlum og brunahólfi: 1. Gangsetning og mótor hitaður í vinnuhita. 2. Úðið í soggrein í smá skömmtum (2 - 3 sek.) með biðtíma upp á 10 sek. Mótor er haldið í 1500 - 2000 snúningum á meðan á þessu stendur. 3. Ef sótið er mikið getur þurft að fjarlægja skynjara þar sem á að hreinsa og bleyta vel í sóti 2 - 3 sinnum með 10. mín. millibili. Það getur þurft að endurtaka þetta nokkrum sinnum. 4. Fyrir gangsetningu er mælt með að handsnúa mótor og staðfesta að ekkert sé í brunahólfi til að koma í veg fyrir tjón. 5. Eftir að búið er að bleyta í og losa um sót þarf að hreinsa soggrein með ventlahreinsi fyrir bensín (0893 737) eða ventlahreinsi fyrir dísel (5861 013 300) í samræmi við leiðbeiningar. Hreinsun á EGR: 1. Gangsetning og mótor hitaður í vinnuhita. 2. Slökkt á mótor og skynjarar fjarlægðir við þann hluta sem á að hreinsa. 3. Úðið hreinsinum inn á EGR ventilinn 2 - 3 sinnum með ca. 10 mín. millibili. Það getur verið nauðsynlegt að endurtaka þetta nokkrum sinnum þar til viðunandi árangri er náð. 4. Fyrir gangsetningu er mælt með að handsnúa mótor og staðfesta að ekkert sé í brunahólfi til að koma í veg fyrir tjón. Hreinsun á túrbínu: 1. Gangsetning og mótor hitaður í vinnuhita. 2. Slökkt á mótor og skynjarar fjarlægðir við þann hluta sem á að hreinsa. 3. Úðið hreinsinum pústmegin inn á túrbínuna 2 - 3 sinnum með um 10. mín. millibili. Það getur verið nauðsynlegt að endurtaka þetta nokkrum sinnum þar til viðunandi árangri er náð. Meðhöndlun eftir hreinsun: Eftir meðferð er mælt með að bæta bensín bætiefni (0893 734) eða dísel bætiefni (0893 735) í tankinn og akka með mismunandi álagi í 20 - 30 mínútur.

Lýsing Innihald Vörunúmer

Magn í kassa

5861 015 600

Úðabrúsi

600 ml.

1/12

Fylgivörur

Ventlahreinsir dísil Ventlahreinsir bensín Dísil bætiefni

400 ml

5861 013 300

400 ml

0893 737

400 ml

0893 735

400 ml

0893 734

Bensín bætiefni

Besta virkni á I-ET hreinsinum er með vél á vinnuhita.

Made with FlippingBook - professional solution for displaying marketing and sales documents online