Verkstæðisbúnaður

HawkEye Elite Einstaklega fljótt að fá niðurstöður á stöðu hjóla með myndavélar- tækni og þrívíddarmælingum á „target“ koppa sem er smellt á hvert hjól.

Allar mælingar á 90 sekún dum!

Kopparnir, sem er smellt á hvert hjól, eru nánast óbrjótanlegir, enginn rafbúnaður er í þessu koppum, nokkrar útfærslur til af klemmum sem festa koppana á dekkin. Gúmmíhlíf er á koppnum þar sem hann liggur við felguna og engin hætta á skemmdum. Gagnagrunnur um nánast allar bíltegundir og gerðir. Allar upplýsingar og upplýsingagjöf er gefin stig fyrir stig. WinAlign14 hámarkar tímasparnað og afköst.

Með þessum mælingum er hægt að sjá stöðu á undirvagni, stöðu öxla, (offsett, Set Back o.fl.) og með Ride Height Target er hægt að sjá stöðu á yfirbyggingu miðað við undirvagn, eitthvað sem nýtist vel varðandi bíla sem hafa lent í áföllum. CodeLink er búnaður sem notaður er til að endursetja stöðugleika- kerfi bílsins. Eftir hjólastillinguna er CodeLink tengt í OBDII og viðgerðarmaður er leiddur gegnum stillinguna með ítarlegum leiðbeiningum. Þessi búnaður hjálpar mikið til við að hafa öryggiskerfi bílsins í lagi. Ekki er þörf á að hafa marga og sérhæfða bilanagreina, CodeLink klárar málið. Frá 2012 eiga allir nýir bílar fyrir Evrópumarkað að hafa Steering Angle Sensor og þennan búnað á alltaf að stilla/endursetja við hjólastillingu.

HawkEye Elite fjögurra myndavéla kerfi

Nú tekur aðeins 1/8 af þeim tíma sem áður tók til að kalla fram mæligildin í venjulegri hjólastillingu.

Targetin/kopparnir eru nánast óbrjótanlegir.

Hunter HawkEye Elite myndavélakerfið er hægt að setja upp við flestar fjögurra pósta lyftur, palla og skæralyftur. ATH: að bilið milli póstanna á fjögurra pósta lyftum má ekki vera undir 2900 mm. HawkEye Elite nýtir þrívíddarmælingar með myndavélum til að mæla stöðu á undirvagni.

Mælingarnar eru með nákvæmni upp á +/– 1/2‘ með mælingum á endurskinsmerkin á koppunum.

VERKSTÆÐI

8

Made with FlippingBook - Online magazine maker