03
ÖNDUNARHLÍFABÚNAÐUR Í HEIMSKLASSA, FRAMLEIDDUR Í SVÍÞJÓÐ FRÁ 1926
Sundström Safety verndar fólk gegn menguðu lofti og sættir sig ekki við að mæta aðeins opinberum kröfum. Markmið okkar er að hanna ávallt og framleiða besta og þægilegasta öndunarhlífabúnaðinn á markaðnum. Í gegnum árin höfum við lagt mikið fjármagn í þróun á notendavænum og séraðlaganlegum öndunarhlífabúnaði í hæsta gæðaflokki. Í dag getum við kynnt samhæfða línu einingavöru sem er sveigjanleg og aðlögunarhæf bæði með tilliti til persónulegra þæginda og þarfa og krafna á vinnustaðnum.
SVEIGJANLEGT KERFI SUNDSTRÖMS GERIR VINNUNA ÞÆGILEGRI, ÖRUGGARI OG SKILVIRKARI Grunnurinn fyrir öryggiskerfi Sundströms er alltaf sjálf öndunarhlífin yfir nef og munn. Hlífin verður að vera eins létt og hægt er og vera með stóran þéttiflöt við andlitið svo að hún sitji rétt. Það verður að vera hægt að tala, hlæja, snúa höfðinu og hreyfa sig án hindrunar. Heildstæðar öndunarfærahlífar eru valdar með tilliti til einstaklingsins, beitingar, vinnuumhverfis, hlífðarkrafna og -þarfar. Margar vörur í kerfum okkar eru samhæfar hver við aðra og hægt er að skipta um fylgihluti og auka við þá með tímanum. Þér er alltaf tryggður hæsti TH3-flokkur, bestu þægindin og hámarksendingartími.
Filter
Fläkt
Skärm
FINNDU ÞITT SUNDSTRÖM-KERFI
Helmask
Filter Sía
Fläkt
Halvmask Hálfgríma
Tryckluft Þrýstiloft
Skärm Andlitshlíf
Hjälm Hjálmur
Huva Hjálmur
Heilgríma
Viftueining
Hálfgrímur og heilgrímur má nota einar, eða tengdar við annaðhvort viftueiningar eða þrýstiloftslínu. Eins má nota hjálmana okkar, andlitshlífarnar og hjálmana með viftueiningum og lausnum fyrir aðflutt loft. Heimspeki okkar er að auðvelda notandanum að finna viðeigandi vernd. Til leiðbeiningar höfum við tákn sem sýna hugsanlegar öndunarfæralausnir.
Made with FlippingBook Online newsletter