Würth vörulisti

HHS DRYLUBE

Þurrt, syntetískt vax með mikið þol gegn miðflóttaafli. Inniheldur PTFE.

Þurrt, syntetískt vax Kostirnir fyrir þig: • S murefnið kastast ekki af hlutum sem snúast með miklum hraða. • L ítið af óhreinindum sest á efnið. • V eitir mikla vernd gegn tæringu. Smýgur einstaklega vel (mynd 1) Kostirnir fyrir þig: • S myr staði sem erfitt er að ná til. • S mýgur vel inn í þrönga staði. • H indrar slaka á keðjum (sjá mynd 2). Inniheldur PTFE-smurefni í föstu formi Kosturinn fyrir þig: • G óður gangur þegar smurningin klárast og mikið hitaþol. Framúrskarandi samhæfni við önnur efni Kostirnir fyrir þig: • V erndar og viðheldur O-hringjum og X- hringjum. • M á nota á plastefni. • H lutlaust gagnvart lökkuðum flötum. Þolir vatn, saltvatn og veikar sýru- og basalausnir Inniheldur ekki sílikon, resín eða sýru Hitaþol: –30°C til +100°C Tímabundið: +180°C Litur: gulleitt

Innihald í ml

Vörunúmer 0893 106 6

M. í ks.

400

1/6

Notkunarmöguleikar:

Hentar vel til smurningar á hlutum sem snúast hratt, s.s. keðjum, vélarhlutum, vírum og mótorhjólakeðjum.

Smygni efnisins

Blanda virka efnisins og leysiefnisins smýgur vel inn á jafnvel þrengstu staði og veitir þannig bestu mögulegu vörn gegn sliti. Við þetta myndast öflug, þurr smurfilma með PTFE. O-hringir og X-hringir haldast sveigjanlegir og í góðu standi.

HHS Clean Vörunúmer 0893 106 10

Mynd 1

Viðhaldsupplýsingar frá fagmönnum fyrir fagmenn

Yfirfara skal keðjur og smyrja þær með reglulegu millibili. Þegar það er gert verður að gæta sérstaklega að því að keðjan sé rétt strekkt. Slakinn (sjá mynd 2 hér til hægri) ætti að vera u.þ.b. 15 til 20 mm upp og niður á við þegar álag er á trissunni. Það er bæði skaðlegt að hafa keðjuna of strekkta og of slaka.

Slaki á keðju

Mynd 2

Þessi vara fellur ekki undir flokkun eftir seigju. Stuttu eftir að efninu er úðað á myndar það öfluga, þurra smurfilmu á vaxgrunni sem veitir framúrskarandi vörn gegn tæringu.

Þær upplýsingar sem hér koma fram eru einungis tilmæli byggð á reynslu okkar. Gera þarf prófanir áður en notkun hefst.

84

Made with FlippingBook - Online magazine maker