Verkstæðisbúnaður

Hunter Road Force Touch Vélin sem mælir dekkið undir vegálagi.

Leysir öll verkefni í jafnvægisstillingum á dekkjum (hjólbörðum).

Road Force Touch hermir eftir veginum og mælir hápunkta í dekkinu, hvort það leitar o.fl.

Hægt að finna hvernig dekk passar best á felgu, eða para saman allan ganginn undir bílnum.

Keflið sem þrýstir á dekkið pressar það með allt að 630 kg þrýstingi, þá er öruggt að dekkið er sest á felguna, það mælir jafnvægið í dekkinu, há- og lágpunkta, hvort dekkið leitar og allt þetta á sama tíma og hefðbunin ballansvél er að vinna. Með nýja eCal™ sjálfkvörðunarbúnaðinum er vélin alltaf rétt stillt og klár í verkefnið.

• Hröð ballans og bilanagreining • Stjórnun með snertiskjá • Lóðspörun með Smartweight™ • Sjálfvirk opnun á hjálmi • eCal™ sjálfkvörðunarbúnaður • BullsEye™ kónasett • Innbyggður forritanlegur loftþrýstingsmælir • Auto Clamp • Hammerhead-laserbendlar (aukahlutur)

Vörunr. RFT 00xx

Titringslaus bill eftir meðferð og ánægður viðskiptavinur hrósar verk- stæðinu.

Sérstakir skynjarar mæla titringinn. RFT vélin reiknar gildin.

Pörun á dekki og felgu eyðir titringnum. RFT vélin aðlagar gildin samkvæmt OEM stöðlum.

Óþekktur kraftur veldur titringi og titringurinn færist frá hjóli í hjólabúnað og áfram um bílinn að stýri.

Svo einfalt er þetta Jafnvægisstilling og greining hefst um leið og hjálminum er lokað. Niðurstöðurnar eru sýndar með 3D myndum. Aðgerðum er stjórnað beint á snertiskjánum. Nýr og endurbættur hugbúnaður og grafík býður upp á aðstoð/hjálp í formi videomynda. Þegar jafnvægisstillingu er lokið fer hjálmurinn aftur í upphafsstöðu. Með eCal™ er framkvæmd kalibrating á vélinni á fljótlegan og einfaldan hátt. Road Force Touch er í boði með manual lás eða loftstýrð og eins er í boði dekkjalyfta.

VERKSTÆÐI

6

Made with FlippingBook - Online magazine maker