Verkstæðisbúnaður

Hunter Quick Check

Hunter Quick Check™ skoðunarbrautin er það nýjasta í forskoðun og greiningu.

Allt á einum stað, bremsupróf, kóðalestur (P-kóðar), staða á hjólastillingu, dekkjaþrýstingur, mynsturdýpt og ástand á rafgeymi.

Skoðunin fer þannig fram: • Bíllinn er keyrður inn á brautina og bremsurnar eru mældar • Keyrður um 20 cm áfram á vigt þar sem þyngd er mæld til að reikna út raunverulega bremsukrafta • Upplýsingar um bílinn eru skráðar inn • Með CodeLink II eru skráðar inn upplýsingar um kílómetrastöðu og lesnir út bilanakóðar gegnum OBDII tengilinn • Dekkjaþrýstingstölur eru staðfestar með CodeLink II • Loftslöngur eru tengdar við hvern dekkjaventil og þrýstingur er jafnaður meðan Target eru fest á hvert hjól til að mæla stöðu hjólabils o.fl. • Á sama tíma er mælir settur í munstur dekkja og upplýsingar um mynsturdýpt eru sendar þráðlaust til tölvu (mögulegt að mæla á þremur stöðum á dekki eða einum) • Bílnum er ýtt um 15–20 cm og staða á hjólabúnaði framan og aftan er mæld (toe og camber) • Rafgeymir er mældur og upplýsingar sendar þráðlaust • Sjálfvirk útprentun er framkvæmd meðan loftslöngur og target eru tekin af hjólum

Eins er hægt að framkvæma skoðun á stöðu hjóla sem tekur innan við mínútu að framkvæma.

Prófa rafgeyminn samkvæmt OEM stöðlum. Sendir þráðlaust í tölvu.

Hvert hjól fyrir sig er prófað. Hemlunar- kraftur fyrir hvert hjól og heildarviðnám.

Lesnir mengunarkóðar úr E-OBD teng- inu. Upplýsingar sendast þráðlaust í tölvu.

Dekkjaþrýstingur jafnaður sjálfvirkt samkvæmt upplýsingum frá notanda. Skráir gildi fyrir og eftir.

Hröð og einföld mæling á mynsturs- dýpt.

Fljótleg mæling á hjólastöðu er nauðsynleg. Gefur færi á fleiri seldum hjólastillingum.

VERKSTÆÐI

7

Made with FlippingBook - Online magazine maker