Sundström Öndunarvörn

VÖRUR Í STUTTU MÁLI IS

ÖNDUNARVÖRN

02

EFNI

5. HÁLFGRÍMUR

6. UTANÁLIGGJANDI SÍA

7. HEIL ANDLITSGRÍMA

8. TILBÚNIR PAKKAR

9. AFLSTÝRÐ SÍUVÖRN

12. VELDU VIÐEIGANDI ANDLITSHLÍF

17. RAFSUÐUKERFI

19. SÍUR

26. ÖNDUNARBÚNAÐUR MEÐ

GEGNUMSTREYMI AF AÐFLUTTU LOFTI

30. ÞRÝSTILOFTSSÍA

31. SR 500 EX

34. FLÓTTAGRÍMUR FYRIR RÝMINGU EF BRUNA OG/EÐA EFNASLYS BER AÐ HÖNDUM

03

ÖNDUNARHLÍFABÚNAÐUR Í HEIMSKLASSA, FRAMLEIDDUR Í SVÍÞJÓÐ FRÁ 1926

Sundström Safety verndar fólk gegn menguðu lofti og sættir sig ekki við að mæta aðeins opinberum kröfum. Markmið okkar er að hanna ávallt og framleiða besta og þægilegasta öndunarhlífabúnaðinn á markaðnum. Í gegnum árin höfum við lagt mikið fjármagn í þróun á notendavænum og séraðlaganlegum öndunarhlífabúnaði í hæsta gæðaflokki. Í dag getum við kynnt samhæfða línu einingavöru sem er sveigjanleg og aðlögunarhæf bæði með tilliti til persónulegra þæginda og þarfa og krafna á vinnustaðnum.

SVEIGJANLEGT KERFI SUNDSTRÖMS GERIR VINNUNA ÞÆGILEGRI, ÖRUGGARI OG SKILVIRKARI Grunnurinn fyrir öryggiskerfi Sundströms er alltaf sjálf öndunarhlífin yfir nef og munn. Hlífin verður að vera eins létt og hægt er og vera með stóran þéttiflöt við andlitið svo að hún sitji rétt. Það verður að vera hægt að tala, hlæja, snúa höfðinu og hreyfa sig án hindrunar. Heildstæðar öndunarfærahlífar eru valdar með tilliti til einstaklingsins, beitingar, vinnuumhverfis, hlífðarkrafna og -þarfar. Margar vörur í kerfum okkar eru samhæfar hver við aðra og hægt er að skipta um fylgihluti og auka við þá með tímanum. Þér er alltaf tryggður hæsti TH3-flokkur, bestu þægindin og hámarksendingartími.

Filter

Fläkt

Skärm

FINNDU ÞITT SUNDSTRÖM-KERFI

Helmask

Filter Sía

Fläkt

Halvmask Hálfgríma

Tryckluft Þrýstiloft

Skärm Andlitshlíf

Hjälm Hjálmur

Huva Hjálmur

Heilgríma

Viftueining

Hálfgrímur og heilgrímur má nota einar, eða tengdar við annaðhvort viftueiningar eða þrýstiloftslínu. Eins má nota hjálmana okkar, andlitshlífarnar og hjálmana með viftueiningum og lausnum fyrir aðflutt loft. Heimspeki okkar er að auðvelda notandanum að finna viðeigandi vernd. Til leiðbeiningar höfum við tákn sem sýna hugsanlegar öndunarfæralausnir.

04

HÁLF- OG HEILGRÍMUR Sundström Safety framleiðir hálf- og heilgrímur sem eru hannaðar fyrir erfiðar aðstæður. Grímurnar eru þekktar fyrir að passa framúrskarandi vel, veita mikla vernd og þægindi við öndun. Allar grímur í vörulínu Sundström Safety nota sama úrval af síum og auðvelt og ódýrt er að setja þær saman svo að þær henti aðstæðum hverju sinni.

05

Allar hálfgrímur passa mjög vel og veita, mikla vernd og afar mikil þægindi við öndun fyrir notkun við flestar vinnuaðstæður. HÁLFGRÍMUR

SR 100 hálfgríman er úr silíkoni og kemur í þremur stærðum, þ.e. S/M, M/L og L/XL. Gríman er búin tveimur útöndunar- lokum, sem tryggir afar lága útöndunarmótstöðu. Hlífar lokans með skilrúmum vernda útöndunarhimnuna gegn ryki og málningarúða á skilvirkan hátt. Efnið og litarefnið í meginhluta grímunnar er samþykkt af FDA og BGA fyrir matvæli, sem lágmarkar hættu á snertiofnæmi. Þægileg og stillanleg höfuðbönd grímunnar eru hönnuð sem V-laga lykkja og eru með stóra kúpta hvirfilplötu, sem á þátt í því að hún er þægileg, örugg og passar vel. Gríman er notuð annaðhvort sem síunartæki í samsetningu við síur frá Sundström, eða í samsetningu við SR 307-þrýsti- loftsbúnað sem virkar síðan sem köfunarloftsbúnaður með stöðugu flæði fyrir tengingu við þrýstiloftsgjafa. Forsíuhaldari fylgir með. Best geymt í kassa SR 230 eða geymslupoka SR 339.

SR 100 HÁLFGRÍMA Í ÞREMUR STÆRÐUM SR 100 S/M vörunr . H01-2112 SR 100 M/L vörunr . H01-2012 SR 100 L/XL vörunr . H01-2812

Filter

Tryckluft

SR 900 hálfgríman er gerð úr hitadeigu gúmmílíki (TPE) og pólýprópýleni (PP) og kemur í þremur stærðum, S, M og L. Gríman er búin tveimur útöndunarlokum, sem tryggir afar lága útöndunarmótstöðu. Hlífar lokans með skilrúmum vernda útöndunarhimnuna gegn ryki og málningarúða á skilvirkan hátt. Efnið og litarefnið í meginhluta grímunnar er samþykkt af FDA fyrir matvæli, sem lágmarkar hættu á snertiofnæmi. Þægileg og stillanleg höfuðbönd grímunnar eru hönnuð sem V-laga lykkja og eru með stóra kúpta hvirfilplötu, sem á þátt í því að hún er þægileg, örugg og passar vel. Hálfgríman SR 900 er notuð í samsetningu við: • Síur frá Sundström • Utanáliggjandi síuhaldari SR 905 samkvæmt EN 12083 • SR 307 eða SR 507-þrýstiloftsbúnaðurinn sem virkar síðan sem köfunarloftsbúnaður með stöðugu flæði fyrir tengingu við þrýstiloftsgjafa samkvæmt EN 14594 • Viftueiningin SR 500 eða SR 700 og samþykktar síur fylgja með viftuknúnu öndunarhlífakerfi Sundström, sem samræmist EN 12942 • Forsíuhaldari fylgir með • Best geymt í kassa SR 230 eða geymslupoka SR 339

SR 900 HÁLFGRÍMA Í ÞREMUR STÆRÐUM SR 900 S mall vörunr . H01-3012 SR 900 Medium vörunr . H01-3112 SR 900 Large vörunr . H01-3212

Filter

Fläkt

Tryckluft

06

UTANÁLIGGJANDI SÍA

Utanáliggjandi sía fyrir tengingu veitir meira frelsi til hreyfingar og gerir kleift að nota andlitshjálm.

SR 905 UTANÁLIGGJANDI SÍUHALDARI MEÐ BELTISFESTINGU vörunr . T01-3002

Filter

Halvmask

SR 905 er utanáliggjandi síuhaldari sem, ásamt hálfgrímunni SR 900 og öndunarslöngunni SR 951 eða SR 952, tilheyrir öndunarbúnaði Sundström sem samræmist við EN 12083. Utanáliggjandi síuhaldan verður búin síu(m). Loftinu er andað í gegnum síuna og öndunars- lönguna inn í hálfgrímuna. SR 905 er ætluð til notkunar í samskonar umhverfi og hálfgríman SR 900 frá Sundström. Þetta veitir þér meira frelsi til að hreyfa þig, minni þyngd og hálfgríman verður minni að umfangi, sem auðveldar að hún sé notuð undir skerma. Síur í SR 905 eru sömu samþykktu síurnar frá Sundström og eru notaðar með hálfgrímunni SR 900. Beltatengið er fest við belti notanda. Aðrir beltavalkostir eru fáanlegir sem aukahlutir.

SR 905 UTANÁLIGGJANDI SÍUHALDARI + 952 TVÖFÖLD SLANGA vörunr . H01-3412

Utanáliggjandi síuhaldari með leðurbelti og tvöfaldri slöngu til notkunar með hálfgrímunni SR 900. Inniheldur einnig slönguvörn og neistavörn.

07

Heilgríma sem passar mjög vel og veitir mikla vernd, augnvörn og afar góða öndunareiginleika til notkunar við hinar erfiðustu vinnuaðstæður. HEIL ANDLITSGRÍMA

SR 200 heil andlitsgríman er úr silíkoni og framleidd í einni stærð sem passar á flestar stærðir andlits. Gríman er búin þremur innöndunarlokum og tveimur útöndu- narlokum og þess vegna er öndunarfyrirstaða í algjöru lágmarki. Hlífar útöndunarlokans með þynnum vernda lokana og himnunar gegn ryki og málningarúða á skilvirkan hátt. Hönnun og staðsetning á útöndunarlokum bætir tiltækt svigrúm til samskipta. Efnið og litarefnið í meginhluta grímunnar eru samþykkt af FDA og BGA fyrir matvæli, sem lágmarkar hættu á snertiofnæmi. Þægileg og stillanleg höfuðbönd grímunnar eru fest við skermarammann og við útöndunarlokana, sem ásamt stórri kúptri hvirfilplötu á þátt í því að hún er þægileg, örugg og passar vel. Kúlulaga skermur með afar gleiðu sjónsviði. Grímuna má nota annaðhvort sem síubúnað ásamt síum frá Sundström eða sem köfunarloftsbúnað með stöðugu loftflæði ásamt SR 307-þrýstiloftsaukabú- naði. SR 200 má einnig nota sem andlitshlíf ásamt viftueiningu frá Sundström, SR 500 eða SR 700. Haldari fyrir forsíu fylgir með. SR 200 heilgrímur ásamt SR 500 EX-viftu hafa verið samþykktar til notkunar í hugsanlega sprengifimu umhverfi. Best geymt í kassa SR 344 eða geymslupoka SR 339-1 eða SR 339-2.

SR 200 HEIL ANDLITSGRÍMA SR 200 heilgríma PC vörunr . H01-1212 SR 200 heilgríma, gler vörunr . H01-1312

Filter

Fläkt

Tryckluft

08

TILBÚNIR PAKKAR

Heildstæður öndunarhlífabúnaður með handhægum og stökum geymslukassa.

GRUNNPAKKI vörunr . H05-0004

EFNI 1 SR 900 hálfgríma M 1 SR 510 P3 R agnasía 5 forsíur

1 forsíuhaldari 1 hreinsiklútur

1 leiðbeiningar með upplýsingum um viðhald Öllu pakkað saman í gagnlegan geymslukassa.

Hentar til notkunar í rykugu umhverfi, til dæmis við: • Hey, hálm og korn • Sement og steinryk • Hreinsun vegna vatnsskemmda, hættu á myglu • Rykugar hreinsunaraðgerðir • Meðhöndlun eldsneytisagna • Trésmíðar • Hreinsun reykháfa og þrif á loftunarbúnaði

PREMIUM- PAKKI vörunr . H05-0002

PREMIUM PLUS- PAKKI vörunr . H05-0003

EFNI 1 SR 100 öndunargríma úr sílíkoni M/L 1 SR 510 P3 R svifrykssía 1 SR 297 ABEK1 gassía, ver gegn úrvali gastegunda 5 forsíur

EFNI 1 SR 100 öndunargríma úr sílíkoni M/L 1 SR 510 P3 R svifrykssía 1 SR 217 A1 gassía, ver gegn flestum leysiefnum 5 forsíur

1 forsíuhaldari 1 hreinsiklútur

1 forsíuhaldari 1 hreinsiklútur 1 leiðbeiningar með viðhaldsupplýsingum Öllu pakkað saman í gagnlegan geymslukassa.

1 leiðbeiningar með viðhaldsupplýsingum Öllu pakkað saman í gagnlegan geymslukassa

Hentar til notkunar í rykugu umhverfi, til dæmis við: • Landbúnaði • Skólphreinsistöðvum borga • Sorpbrennslu- og sorpeyðingarstöðvum • Vinnslu með mörgum mismunandi mengunarvöldum, þar sem þú vilt vera viss um að velja ekki ranga síu

Hentar til notkunar í rykugu umhverfi, til dæmis við: • Málningu með penslum (aðeins gassía) • Málningu með úða (sameinaðar gas- og agnasíur) • Háþrýstiþvott með fituhreinsun (sameinaðar gas- og agnasíur) • Plágueyða og úðun (sameinaðar gas- og agnasíur) • Lím og lökkun með penslum (aðeins gassía)

SR 5226 HREINSIÞURRKUR 50 stk. vörunr . H09-0401

Þurrkur fyrir dagleg þrif á vörum Sundström.

250 stk. vörunr . H09-0403 1000 stk. vörunr . H09-0402

909

AFLSTÝRÐ SÍUVÖRN

Aflknúnar viftueiningar Sundström Safety eru hannaðar til að veita notanda hámarksvernd, -þægindi, einfaldleika og kostnaðarhagkvæmni.

10

VELDU VIFTU

VIFTUEININGAR SR 500 OG SR 700 EINKENNAST AF: Miklu loftstreymi, 175 eða 240 l/mín., sem tryggir jákvæðan þrýsting í andlitshlífinni, jafnvel við mikið vinnuálag, og viðheldur háu verndarstigi. Mikið loftflæði beggja vifta, SR 500 og SR 700, tryggir hæsta verndarflokk TH3 eða TM3 fyrir allar andlitshlífar. Sjálfvirkri flæðisstýringu sem hefur eftirlit með og viðheldur stilltum loftflæðishraða, þ.e. engin kvörðun. Viðvörunaraðgerðir fyrir stíflaðar agnasíur og lága getu rafhlöðu. Skjár með skýrum táknum fyrir lykilgögn, t.d. valið gegnumstreymi og gerð viðvörunar. Fjarlægjanlegar litíumjónarafhlöður fyrir snögga hleðslu og langan endingartíma. Breiðu úrvali af andlitshlífum, eins og grímum, hjálmum og skermum, allt í TH3. Einnig er hægt að tengja þær við SR 200 heilgrímuna eða SR 900 hálfgrímuna, TM3. Rafein- datæki og viftuhulstur eru afar vel lokuð inni í hylki (IP67) og auðvelda þannig öll öflug þrif sem kann að vera þörf. Allar viftur eru seldar með rafhlöðu, hleðslutæki, belti, loftflæðismæli, forsíuhaldara, forsíu og agnasíu.

11

SR 500 VIFTUEINING FYRIR AGNIR OG GAS vörunr . H06-0112 vörunr . H06-0112 HD

Helmask

Filter

Halvmask

Skärm

Hjälm

Huva

SR 500 er viftueining sem er hönnuð til að veita vernd gegn skaðlegum ögnum ásamt gastegundum og reyk. Hún er búin tveimur agnasíum SR 510 P3 R eða skrúfuðum síum SR 710 P3 R og tveimur forsíum SR 221 sem ver agnasíuna. Til varnar gegn váhrifum af gasi: Tvær gassíur SR 518 A2 eða tvær gassíur SR 515 ABE1 eða tvær SR 597 A1B2E2K1 og agnasíur SR 510 P3 R. NB: Gassíur verður að nota samhliða agnasíum í öllum tilvikum. • Sjónrænar, hljóð- og titringsviðvaranir • Stöðluð rafhlaða SR 501, 14,8 V, 2,2 Ah, litíumjóna með 30 mín. hleðslutíma til að ná 80% og 1,5 klukkustund til að ná 100% • (HD) Öflug rafhlaða SR 502, 14,8 V, 3,6 Ah, litíumjóna með 45 mín. hleðslutíma til að ná 80% og 2 klukkustundir til að ná 100% • Skjárinn sýnir getu rafhlöðu þegar viftan fer í gang • Vinnslutími allt að 13 klukkustundir eftir vali á síu, loftflæðishraða og rafhlöðugerð

SR 700 VIFTUEINING FYRIR AGNIR vörunr . H06-7010

Helmask

Filter

Halvmask

Skärm

Hjälm

Huva

SR 700 er fyrirferðarlítil og létt vifta sem er sérstaklega hönnuð til að veita vernd gegn skaðlegum ögnum þar sem hinna bestu verndareiginleika er þörf. Hún er búin tveimur agnasíum, SR 510 P3 R, eða skrúfuðum síum SR 710 P3 R, ásamt forsíunni SR 221. Með hljóð- og sjónrænum viðvörunum. • Rafhlaðan SR 701, 14,8V, 2,2 Ah, litíumjóna með hleðslutíma upp á u.þ.b. 2 klukkustundir • Um það bil 8 klukkustunda vinnslutími við loftflæðishraða upp á 175 l/mín. og um það bil 5 klukkustundir við 225 l/mín.

12

ANDLITSHJÁLMAR, GRÍMUR OG HJÁLMAR, ALLT Í TH3

VELDU VIÐEIGANDI ANDLITSHLÍF

Allar andlitshlífar eru seldar með öndunarslöngu fyrir tengingu við viftuna SR 700 eða SR 500, eða við þrýstiloftsbúnaðinn SR 507.

13

SR 561 OG SR 562 HJÁLMAR

vörunr . H06-5012 vörunr . H06-5112

Fläkt

Tryckluft

SR 561 verndar allt höfuðið og herðarnar. Stillanleg mjúk hálsþétting gerð úr bómull. SR 562 verndar andlitið og hvirfilinn. Þægileg andlitsþétting gerð úr polýamíði/lycra. • Lítil þyngd • Aðskilið höfuðband leyfir að aðeins sé skipt um hjálminn • Skermur úr efnaþolnu PETG. • Hjálmurinn er gerður úr Tyvek©-efni sem gefur skilvirka

vernd gegn ýmsum efnum • Auðstillanlegt höfuðband

SR 520 OG SR 530 HJÁLMAR

SR 520 S/M – vörunr . H06-0312 SR 520 M/L – vörunr . H06-0212 SR 530 – vörunr . H06-0412

Fläkt

Tryckluft

SR 520 nær yfir andlitið og hvirfilinn og er fáanleg í tveimur stærðum, S/M og M/L. SR 530 nær ekki aðeins yfir andlitið og hvirfilinn heldur einnig hálsinn og herðarnar. Ein stærð. SR 530 er með auðstillanlega hálsþéttingu sem tryggir afar mikla vernd, einnig fyrir skeggjaða einstaklinga. • Lítil þyngd • Franskur rennilás (velcro) svo auðvelt sé að stilla eftir höfuðstærð • Skermur gerður úr efnaþolnu sellulósaasetati (CA) • PVC-húðað polýester í hjálminum • Útöndunarloki sem dregur úr uppsöfnun á kolmónoxíði innan hjálmsins við erfiða vinnu • Má útbúa með fjarlægjanlegum stykkjum eða hlífðargrímu gegn miklum slettum og svipuðum hættum

14

ANDLITSHJÁLMUR

SR 570 er mjög sterkur hjálmur með augnhlíf sem hægt er að skella upp. Hann gefur notandanum þægilega og örugga vernd bæði fyrir öndunarfæri og augu. SR 570 ANDLITSHJÁLMUR

SR 570 ANDLITSHJÁLMUR vörunr . H06-6512

Fläkt

Tryckluft

SR 570 andlitshjálmurinn er nútímaleg nýsköpunarvara sem er hönnuð og þróuð samkvæmt þeim þörfum og kröfum sem eru á markaðnum. SR 570 er mjög sterkur hjálmur með augnhlíf sem hægt er að skella upp. Hann gefur notandanum þægilega og örugga vernd bæði á augum og í öndunarfærum. Andlitshjálmurinn er búinn tengjum þar sem hægt er að tengja heyrnarhlífar. Margs kyns aukabúnaður gerir notandanum kleift að sérsníða hjálminn að sínu vinnuumhverfi. Hjálmurinn er framleiddur úr efni sem leyfir notkun við erfiðar aðstæður. SR 570 hjálminn má nota annað hvort með SR 500 eða SR 700 sem eru fullkomnar loftflæðiseiningar okkar. Það má einnig nota hjálminn með köfunarloftsbúnaði SR 507.

15

SR 580 ÖRYGGISHJÁLMUR MEÐ SKERMI vörunr . H06-8012

Fläkt

Tryckluft

• Fullkomin vernd fyrir öndunarveg, höfuð og andlit • Ef þess er þörf má bæta við flestum heyrnarhlífum til að festa á hjálminn • Skermur úr pólýkarbónati, sem auðvelt er að lyfta • Útöndunarloki lágmarkar styrkleika kolmónoxíðs innan öndunarhlífanna við erfiða vinnu • Skermur sem auðvelt er að skipta um og andlitsþétting

SR 584 / SR 580 ÖRYGGISHJÁLMUR MEÐ SKERMI OG RAFSUÐUGLERI vörunr . H06-8310

Fläkt

Tryckluft

Fyrir utan að vernda öndunarfæri og höfuð, ver þessi búnaður einnig augu og andlit við rafsuðu. Með glerið í reistri stöðu má nota stóran og glæran skerm hjálmsins sem andlitsvörn við gjallhreinsun og slípun • Fimm óvirkar rafsuðulinsur eru fáanlegar, frá EN 8 til EN 13 • Búið óvirku rafsuðugleri, litur EN 10 í stærðinni 90 x 110 mm • Þrjár gerðir af gleri sem dökknar sjálfvirkt eru fáanleg: EN 3/10, EN 3/11 ásamt afbrigðunum EN 4/9-13 • Andlitsþétting gerð úr brunatregu efni • Mikið úrval af aukahlutum, þar með talið eldtefjandi hettur, sjóngler frá 1,0 til 2,5 ljósbrotum, o.s.frv.

16

SR 587 / SR 580 ÖRYGGISHJÁLMUR MEÐ GYLLTAN SKERM EN5 vörunr . H06-8510

Fläkt

Tryckluft

Öryggishjálmur SR 580 með gullhúðaðri andlitshlíf. Hentar við vinnu í afar miklum hita, þar sem andlitshlífin dregur töluvert úr hitageislum.

SR 588-1 / SR 580 ÖRYGGISHJÁLMUR MEÐ 2/3 SKERM EN 3 vörunr . H06-8610

Fläkt

Tryckluft

Öryggishjálmur SR 580 með skerm EN 3. Skermurinn ver gegn ljósgeislun sem verður við logsuðu- og skurðarvinnu og hefur afar gott gagnsæi.

SR 588-2 / SR 580 ÖRYGGISHJÁLMUR MEÐ 2/3 SKERM EN 5 vörunr . H06-8710

Fläkt

Tryckluft

Öryggishjálmur SR 580 með skerm EN 5. Skermurinn ver gegn ljósgeislun sem verður við logsuðu- og skurðarvinnu og hefur afar gott gagnsæi.

Farðu á www.srsafety.com fyrir fullar upplýsingar um vörur, fylgihluti og varahluti.

17

RAFSUÐUHJÁLMAR MEÐ HEIMSKLASSA ÖNDUNARFÆRAVERND

Fyrir þig sem rafsuðumann er mjög mikilvægt að vernda öndunarfæri og augu gegn málmögnum og reyk auk gegn neistum og slettum. RAFSUÐUKERFI

18

SR 591 RAFSUÐUHJÁLMUR vörunr . H06-4312

SR 591 rafsuðuhjálmurinn er hannaður til notkunar stakur eða ásamt kerfi sem verndar öndunarfærin. Rafsuðuhjálmurinn er hannaður fyrir auðvelda notkun og góða vernd. Stillanlegt höfuðband skapar hámarksþægindi. SR 591 hjálminn má búa mismunandi tegundum rafsuðugler. Til að fá allra bestu öndunarfæravernd sem við á getur þú valið að nota hjálminn með annaðhvort SR 900 hálfgrímu með utanáliggjandi síuhaldara SR 905 eða með knúinni viftueiningu SR 500 eða SR 700 sem veita hæstu vernd (TM3). Einnig má nota SR 900 með SR 507 viðtengdum köfunarloftsbúnaði okkar í flokki 3A/3B.

SR 592 RAFSUÐUHJÁLMUR MEÐ LOFTRÁS vörunr . H06-4412

Fläkt

SR 592 rafsuðuhjálmurinn er hannaður til notkunar ásamt kerfi sem verndar öndunarfærin. Rafsuðuhjálmurinn er hannaður fyrir auðvelda notkun og góða vernd. Þægilegt og stillanlegt höfuðband skapar hámarksþægindi. SR 592 hjálminn má búa mismunandi tegundum rafsuðugler. Til að fá allra bestu öndunarfæravernd sem við á getur þú valið að nota hjálminn með knúinni viftueiningu SR 500 eða SR 700 sem veita hæstu vernd (TM3).

19

SÍUR

Sundström Safety bjóða úrval af gassíum, agnasíum og blönduðum síum. Veldu viðeigandi síu fyrir starf þitt og umhverfi. Gassíuna má auðveldlega nota með agnasíu til að verjast bæði gasi og ögnum.

20

VELDU VIÐEIGANDI SÍU FYRIR VINNUUMHVERFI ÞITT

Agnasían SR 510 skilur frá 99,997% af menguninni í loftinu

21

AGNASÍUR fyrir hálf- og heilgrímur skiptast í þrjá flokka eftir því hversu vel þær geta skilið frá ryk, úða og loftúða. Litakóði - hvítt. Afar afkastamikil sía eins og SR 510 P3 R veitir vernd gegn öllum gerðum agna, eins og ryki, gufu, þoku, úða, asbestryki, jafnvel bakteríum, vírusum og geislavirku ryki. Hærri flokkur nær einnig yfir þær lægri, þ.e. P3 nær bæði yfir P1 og P2. Skipt er um síurnar þegar agnasían leiðir til aukinnar öndunarmót- stöðu. Agnasíur veita aðeins vörn gegn ögnum.

GASSÍUR fyrir hálf- og heilgrímur skiptast í þrjá flokka eftir getu þeirra og prófunarstyrkleika.

Litakóði

Síuflokkur Prófað við styrkleika (EN 14387) 1

0,1 prósent eftir magni = 1000 ppm 0,5 prósent eftir magni = 5000 ppm 1,0 prósent eftir magni = 10000 ppm

2 3

ppm=hlutar á milljón

Síu- tegund Ver gegn

Litakóði

Lífrænar gastegundir/reykur með suðu- mark yfir 65ºC, t.d. leysinafta, tólúen, stýren og xýlen Ólífrænar gastegundir/reykur eins og klór, vetnissýaníð og brennisteinsvetni

A

Verndarflokkar með tilliti til skilvirkni (EN 143)

(natríumklóríð og paraffínolía)

P1 R/NR P2 R/NR P3 R/NR

80 % 94 %

fastar og blautar agnir fastar og blautar agnir fastar og blautar agnir

B

99,95 %

Súrar gastegundir/reykur eins og brennisteinsdíoxíð og maurasýra

E

„R“ á eftir flokknum þýðir að hægt er að endurnota agnasíuna. „NR“ á eftir flokknum þýðir að ekki má nota agnasíuna oftar en á einni vakt.

K

Ammóníak og tiltekin amín

Lífrænar gastegundir og reykur með suðumark undir 65ºC, eins og aseton, metanól og díklórómetan

A

HG-P3 Kvikasilfur

Gassíur veita aðeins vernd gegn gastegundum.

BLANDAÐAR SÍUR Blandaðar síur eru notaðar þegar gastegundir/reykur eiga sér stað um leið og agnir, t.d. við háþrýstiþvott, málningu með úða, hitun efna eða þéttingu gastegunda. Veldu viðeigandi gassíu og settu hana saman við agnasíu með því að ýta þeim einfaldlega saman eða nota síur með fastri gas- og agnasíu í sömu síunni.

22

SÍUR FYRIR HÁLF- OG HEILGRÍMUR

SR 221 FORSÍA vörunr . H02-0312

SR 510 P3 R AGNASÍA vörunr . H02-1312

SR 510, P3 R* agnasían er hönnuð til notkunar í hálfgrímum, heilgrímum og SR 500 / SR 500 EX/ SR 700-viftunni frá Sundström. Sían veitir vernd gegn öllum gerðum mengunaragna. Agnasían SR 510 skilur frá 99,997% af loftmenguninni. Auðvelt er að blanda agnasíunni saman við gassíur frá Sundström til að veita einnig vernd gegn gastegundum og úða, t.d. við málningu með úða. Agnasíuna ætti að nota með forsíunni SR 221, sem mun þá lengja endingartíma agnasíunnar. SR 500/SR 500 EX-viftuna skal alltaf nota með tveimur agnasíum eða tveimur blönduðum síum sem samanstanda af gassíum og agnasíum. * R (endurnotanlegt): Sían er ætluð til lengri notkunar en á einni vakt.

Forsían SR 221 er diskur sem er ætlað að ná grófum ögnum og auka þannig endingartíma agnasíanna

SR 510 P3 R og SR 710 P3 R, blönduðu síanna SR 299-2 ABEK1-Hg-P3 R og SR 599 A1BE2K1-Hg-P3 R. Forsían er sett inn í forsíuhaldara og síðan smellt á agnasíuna eða blönduðu síuna.

SR 217 A1 GASSÍA vörunr . H02-2512

SR 218-3 A2 GASSÍA vörunr . H02-2012

Gassían SR 218, Flokki 2 er hönnuð til notkunar með

Gassían SR 217, Flokki 1 er hönnuð til notkunar með hálf- og heilgrímum frá Sundström. Síurnar eru af gerðinni A og veita vernd gegn lífrænum gastegundum og gufum, eins og leysiefnum, með suðumark > +65°C.

hálf- og heilgrímum frá Sund- ström. Síurnar eru af gerðinni A og veita vernd gegn lífrænum gastegundum og gufum, eins og leysiefnum, með suðumark > +65°C.

Auðvelt er að blanda gassíunni saman við agnasíuna SR 510 P3 R til að fá einnig vernd gegn loftúða (ögnum), t.d. við málun með úða.

Auðvelt er að blanda gassíunni saman við agnasíuna SR 510 P3 R til að fá einnig vernd gegn loftúða (ögnum), t.d. við málun með úða.

SR 294 ABE2 GASSÍA vörunr . H02-3312

Gassían SR 295 Flokki 2 er hönnuð til notkunar með hálf- og heilgrímum Sundström. Sían er af tegundinni K og veitir vernd gegn ammóníaki og tilteknum amínum, eins og etýlendíamíni. SR 295 K2 GASSÍA vörunr . H02-4312

Gassían SR 294 Flokki 2 er hönnuð til notkunar með hálf-

og heilgrímum Sundström. Sían er af gerðinni ABE og veitir vernd gegn eftirfarandi tegundum af gasi og gufum: Gerð A ver gegn lífrænum gastegundum og gufum, eins og leysiefnum, með suðumark > +65°C. Gerð B ver gegn ólífrænum gastegundum og gufum, eins og klór, brennisteinsvetni og vetnissýaníði. Gerð E ver gegn ólífrænum gastegundum og gufum, eins og brennisteinsdíoxíði og vetnisflúoríði. Auðvelt er að blanda gassíunni saman við agnasíuna SR 510 P3 R til að fá einnig vernd gegn loftúða (ögnum), t.d. við málun með úða.

Auðvelt er að blanda gassíunni saman við agnasíuna SR 510 P3 R til að fá einnig vernd gegn loftúða (ögnum), t.d. við háþrýstiþvott.

23

SR 297 ABEK1 GASSÍA vörunr . H02-5312

SR 298 AX GASSÍA vörunr . H02-2412

Gassían SR 298 er hönnuð til notkunar með hálf- og

Gassían SR 297, Flokki 1, er hönnuð til notkunar ásamt hálf-

heilgrímum Sundström. Sían er af gerðinni AX og veitir vernd gegn lífrænum gastegundum og gufum, eins og leysiefnum, með suðumark ≤ +65°C.

og heilgrímum Sundström. Sían er af gerðinni ABEK og veitir vernd gegn eftirfarandi tegundum af gasi og gufum: Gerð A ver gegn lífrænum gastegundum og gufum, eins og leysiefnum, með suðumark > +65°C. Gerð B ver gegn ólífrænum gastegundum og gufum, eins og klór, brennisteinsvetni og vetnissýaníði. Gegn E ver gegn ólífrænum gastegundum og gufum, eins og brennisteinsdíoxíði og vetnisflúoríði. Gerð K ver gegn ammóníaki og tilteknum amínum, eins og etýlendíamíni. Auðvelt er að blanda gassíunni saman við agnasíuna SR 510 P3 R til að fá einnig vernd gegn loftúða (ögnum), t.d. við málun með úða.

Auðvelt er að blanda gassíunni saman við agnasíuna SR 510 P3 R til að fá einnig vernd gegn loftúða (ögnum), t.d. við málun með úða.

SR 315 ABE1 GASSÍA vörunr . H02-3212

SR 316 K1 GASSÍA vörunr . H02-4212

Gassían SR 316, Flokki 1 er hönnuð til notkunar með hálf- og heilgrímum frá Sundström. Sían er af tegundinni K og veitir vernd gegn ammóníaki og tilteknum amínum, eins og etýlendíamíni. Auðvelt er að blanda gassíunni saman við agnasíuna SR 510 P3 R til að fá einnig vernd gegn loftúða (ögnum), t.d. við háþrýstiþvott.

Gassían SR 315 Flokki 1 er hönnuð til notkunar með hálf- og heilgrímum

frá Sundström. Sían er af gerðinni ABE og veitir vernd gegn eftirfarandi tegundum af gasi og gufum: Gerð A ver gegn lífrænum gastegundum og gufum, eins og leysiefnum, með suðumark > +65°C. Gerð B ver gegn ólífrænum gastegundum og gufum, eins og klór, brennisteinsvetni og vetnissýaníði. Gerð E ver gegn ólífrænum gastegundum og gufum, eins og brennisteinsdíoxíði og vetnisflúoríði. Auðvelt er að blanda gassíunni saman við agnasíuna SR 510 P3 R til að fá einnig vernd gegn loftúða (ögnum), t.d. við málun með úða.

SR 299-2 er blönduð sía sem samans- tendur af gassíu í Flokki 1 og agnasíu í Flokki 3. Sían er hönnuð til notkunar í heil- og hálfgrímum Sundström. Sían er af gerðinni ABEK1-Hg-P3 R og veitir vernd gegn eftirfarandi gerðum gaste- gunda, reyks og agna: Gerð A ver gegn lífrænum gastegundum og gufum, eins og leysiefnum, með suðumark > +65°C. Gerð B ver gegn ólífrænum gastegundum og gufum, eins og klór, brennisteinsvetni og vetnissýaníði. Gegn E ver gegn ólífrænum gastegundum og gufum eins og brennisteinsdíoxíði og vetnisflúoríði. Gerð K ver gegn ammóníaki og tilteknum amínum, eins og etýlendíamíni. Gerð Hg ver gegn kvikasilfursgufum. Viðvörun. Hámarksnotkunartími 50 tímar. Gerð P3 R* ver gegn öllum gerðum mengunar á agnaformi, t.d. ryki, úða og gufum. * R (endurnotanlegt): Sían er ætluð til lengri notkunar en á einni vakt. SR 299-2 ABEK1 HG P3 R BLÖNDUÐ SÍA vörunr . H02-6512

SR 336-stálnetsdiskurinn samanstendur af diski sem er búinn til úr ryðfríu stálneti. Diskurinn er festur við botninn á forsíuhaldaranum í grímu hjálmsins og verndar síurnar gegn neistum og slettum sem geta orðið við rafsuðu, eldskurð, slípun og við svipaða vinnu. SR 336 STÁLNETSDISKUR vörunr . T01-2001

24

SÍUR FYRIR VIFTUEININGU

SR 221 FORSÍA vörunr . H02-0312

SR 510 P3 R AGNASÍA vörunr . H02-1312

Forsían SR 221 er diskur sem er ætlað að ná grófum ögnum og auka þannig endingartíma agnasíanna

SR 510, P3 R* agnasían er hönnuð til notkunar í hálf- og heilgrímum Sundström og SR 500/ SR 500 EX/ SR 700-viftu. Sían veitir vernd gegn öllum tegun- dum mengunaragna. Agnasían SR 510 skilur frá 99,997% af loftmengun. Auðvelt er að blanda agnasíunni saman við gassíur frá Sundström til að veita einnig vernd gegn gastegundum og úða, t.d. við málningu með úða. SR 500/SR 500 EX-viftuna skal alltaf nota með tveimur agnasíum eða tveimur blönduðum síum sem samanstanda af gassíum og agnasíum. * R (endurnotanlegt): Sían er ætluð til lengri notkunar en á einni vakt.

SR 510 P3 R og SR 710 P3 R, blönduðu síanna SR 299-2 ABEK1-Hg-P3 R og SR 599 A1BE2K1-Hg-P3 R. Forsían er sett inn í forsíuhaldara og síðan smellt á agnasíuna eða blönduðu síuna.

SR 710 P3 R AGNASÍA vörunr . H02-1512

SR 515 ABE1 GASSÍA vörunr . H02-7112

SR 515 ABE1 gassíur eru ætlaðar til notkunar í SR 500/SR 500 EX-viftu. Ver gegn eftirfarandi gastegundum/gufum: Gerð A ver gegn lífrænum gastegundum og gufum, eins og leysiefnum, með suðumark > +65°C. Gerð B ver gegn ólífrænum gastegundum og gufum, eins og klór, brennisteinsvetni og vetnissýaníði. Gerð E ver gegn ólífrænum gastegundum og gufum, eins og brennisteinsdíoxíði og vetnisflúoríði. SR 500/SR 500 EX-viftueininguna skal alltaf nota með tveimur agnasíum eða tveimur blönduðum síum, sem samanstanda af gassíum og agnasíum.

SR 710 agnasían er búin sérstökum gengjum og er hönnuð til notkunar í SR 500/ SR 500 EX/SR 700 aflkrúinni viftu frá Sundström sem aðskilin agnasía, þ.e. það er ekki hægt að nota hana með gassíu.

Sían er af gerðinni P3 R* og veitir vernd gegn öllum gerðum mengunar á agnaformi. Agnasían SR 710 skilur frá 99,997% af loftmengun. Ef þörf er á samsettri síu fyrir viftuna SR 500/SR 500 EX ætti að blanda gassíunni saman við SR 510 agnasíuna. Agnasíuna ætti að nota með forsíunni SR 221, sem mun þá lengja endingartíma agnasíunnar. * R (endurnotanlegt): Sían er ætluð til lengri notkunar en á einni vakt.

SR 518 A2 GASSÍA vörunr . H02-7012

SR 597 A1BE2K1 GASSÍA vörunr . H02-7212

SR 518 A2-gassían er ætluð til notkunar í SR 500/SR 500

SR 597 A1BE2K1 er ætluð til not- kunar í SR 500/SR 500 EX-viftunni. Ver gegn eftirfarandi gastegundum/ gufum: Gerð A ver gegn lífrænum gastegundum og gufum, eins og leysiefnum, með suðumark >+65°C. Gerð B ver gegn ólífrænum gastegundum og gufum, eins og klór, brennisteinsvetni og vetnissýaníði. Gerð E ver gegn ólífrænum gastegundum og gufum, eins og brennisteinsdíoxíði og vetnisflúoríði. Tegund K ver gegn ammóníaki og ákveðnum amínum, eins og etýlendíamíni. SR 500/SR 500 EX-viftueininguna skal alltaf nota með tveimur agnasíum eða tveimur blönduðum síum sem samanstanda af gassíum og agnasíum.

EX-viftunni. Ver gegn lífrænum gastegundum og gufum, eins og leysiefnum, með suðumark > +65°C. SR 500/SR 500 EX-viftueininguna skal alltaf nota með tveimur agnasíum eða tveimur blönduðum síum sem samanstanda af gassíum og agnasíum.

25

SR 599 A1BE2K1-HG-P3 R BLÖNDUÐ SÍA vörunr . H02-7312

SR 336 STÁLNETSDISKUR vörunr . T01-2001

Blandaða sían SR 599 er ætluð til notkunar í SR 500/SR 500 EX-viftunni. Sían er af gerðinni A1BE2K1‑Hg-P3 R og veitir vernd gegn eftirfarandi tegundum af gasi og gufum: Gerð A ver gegn lífrænum gastegun-

SR 336-stálnetsdiskurinn samanstendur af diski sem er búinn til úr ryðfríu stálneti.

Diskurinn er festur við botninn á forsíuhaldaranum í grímu hjálmsins og verndar síurnar gegn neistum og slettum sem geta orðið við rafsuðu, eldskurð, slípun og við svipaða vinnu.

dum og gufum, eins og leysiefnum, með suðumark > +65°C. Gerð B ver gegn ólífrænum gastegundum og gufum, eins og klór, brennisteinsvetni og vetnissýaníði. Gerð E ver gegn ólífrænum gastegundum og gufum, eins og brennisteins- díoxíði og vetnisflúoríði. Gerð K ver gegn ammóníaki og tilteknum amínum, eins og etýlendíamíni. Gerð Hg ver gegn kvikasilfursgufum. Viðvörun. Hámarksnotkunartími 50 tímar. Gerð P3 R* ver gegn öllum gerðum mengunar á agnaformi, t.d. ryki, úða og gufum. * R (endurnotanlegt): Sían er ætluð til lengri notkunar en á einni vakt.

HANDHÆGUR SÍUVÍSIR

Smáforrit með síuvísi frá Sundström hjálpar þér að finna þá tegund síu sem hentar fyrir vinnuumhverfi þitt. Leitaðu eftir Cas-númeri eða efnaheiti. Sæktu „Sundström Safety Filter Guide“ ókeypis af Appstore og Google Play.

26

ÖNDUNAR- HLÍFÐARBÚNAÐUR MEÐ GEGNUM- STREYMI AF AÐFLUTTU LOFTI

Þrýstiloftsöndunarbúnaður Sundström Safety með gegnumstreymi er þróaður til að vernda notendur sem vinna með mengunarefni sem hafa litlar viðvaranir eða gassía nær ekki, sem og með sérstaklega eitruð mengunarefni. Hann má alltaf nota sem valkost við síuvernd fyrir vinnu sem er erfið, í hita eða stendur lengi.

27

SR 307 AUKABÚNAÐUR MEÐ ÞRÝSTILOFTI vörunr . H03-1412

Helmask

Halvmask

SR 307-þrýstiloftsbúnaðurinn er hannaður fyrir tengingu við hálf- og heilgrímur Sundström. Þessi samsetning myndar köfunarloftsbúnað sem er hannaður fyrir stöðugt gegnumstreymi, fyrir tengingu við þrýstiloftsveitu. SR 307 er aukahlutur sem gerir kleift að ákveðin andlitshlíf sé notuð sem annaðhvort síunarbúnaður eða verndarbúnaður búinn þrýstilofti. Þrýstiloftsaukabúnaðurinn er sérstaklega ætlaður til notkunar við erfiða og stöðuga vinnu í umhverfi þar sem mengunarefnum fylgja litlar viðvaranir eða eru afar eitruð. SR 307 er gerður úr efni sem er ekki líklegt til að valda neistum vegna núnings, sem gerir kleift að nota aukabúnaðinn við sprengifimar eða eldfimar aðstæður. Loftflæðismælir og viðvörunarblístra fyrir tímabundið og stöðugt eftirlit með loftflæði fylgja með. Stýriloki sem er festur við belti notanda fylgir með.

SR 507 AUKABÚNAÐUR MEÐ ÞRÝSTILOFTI vörunr . H03-0612

Halvmask

Skärm

Hjälm

Huva

SR 507-þrýstiloftsaukabúnaður er hannaður fyrir tengingu við hjálmana SR 520/ SR 530/ SR 561/ SR 562, skermana SR 570/ SR 540 EX, hálf- grímuna SR 900, hjálm með skerm SR 580 og rafsuðuhjálm/hjálm með skerm SR 584/ SR 580 frá Sundström. Þessi samsetning myndar köfunarloftsbúnað sem er hannaður fyrir stöðugt gegnumstreymi, fyrir tengingu við þrýstiloftsveitu. SR 507 er aukabúnaður sem gerir kleift að ákveðin andlitshlíf sé notuð sem annaðhvort verndarbúnaður búinn þrýstilofti eða aflknúin lofthreinsandi öndunargríma (PAPR). Þrýstiloftsaukabúnaðurinn er sérstaklega ætlaður SR 507 er gerður úr efnum sem eru ekki líkleg til að valda neistum vegna núnings, sem gerir kleift að nota aukabúnaðinn við sprengifimar eða eldfimar aðstæður. Loftflæðismælir og viðvörunarblístra fyrir tíma­ bundið og stöðugt eftirlit með loftflæði fylgja með. Stýriloki sem er festur við belti notanda fylgir með. til notkunar við erfiða og stöðuga vinnu í umhverfi þar sem mengunarefnum fylgja litlar viðvaranir eða eru afar eitruð.

28

SR 90 AIRLINE S/M vörunr . H03-1612 M/L vörunr . H03-1512

Filter

SR 90 loftlína með síuvarabúnað. Þetta samanstendur af hálfgrímu SR 90 (silíkon) þar sem þrýstiloft er leitt með slöngu úr stillilokanum inn í grímuna. Viðeigandi sía eða síusamsetning í grímunni tryggir vernd ef upp kemur þrýstingsfall og þegar ferðast er til og frá vinnustað. Einnig er hægt að nota hana án varasíu með hjálp hlífarinnar, til dæmis undir skermi. Ásamt stilliloka og belti. • Loftflæðinu er stýrt af stillilokanum í beltinu til að tryggja loftstreymi á milli 150 og 320 l/mín. • Inntaksþrýstingurinn í stillilokanum skal vera 4 - 7 bör • Loftflæðismælir og viðvörunarblístra fyrir tímabundna og stöðuga stýringu loftflæðis fylgja með.

SR 200 AIRLINE Loftlína með PC vörunr . H03-1012 Loftlína með gleri vörunr . H03-1212

Filter

Fläkt

SR 200 loftlína með síuvarabúnað. Þetta samanstendur af SR 200 heilgrímu með slöngutengingu festa framan á grímuna þar sem loft kemur inn um stillilokann. Viðeigandi sía/síusamsetning í grímunni veitir vörn við þrýstingsfall og þegar farið er til og frá vinnustað. Heildstæð með stilliloka og belti. • Í þröngum rýmum er hægt að nota búnaðinn með framanástykki • Sérstaklega þróað fyrir umhverfi sem krefst hás verndunarstuðuls • Loftflæðinu er stýrt af stillilokanum í beltinu til að tryggja loftstreymi á milli 150 og 320 l/mín. • Inntaksþrýstingurinn í stillilokanum skal vera 5 - 7 bör • Loftflæðismælir og viðvörunarblístra fyrir tímabundið og stöðugt eftirlit með loftflæði fylgja með • Hægt er að taka öndunarslönguna af bæði grímunni og stillilokanum, sem leyfir að andlitshlífin sé notuð sem venjuleg heilgríma með síu eða tengd við aðra hvora viftuna SR 500 eða SR 700 frá Sundström Safety

29

SR 63 ÞRÝSTILOFTSHJÁLMUR vörunr . H03-0312

Þrýstiloftshjálmurinn SR 63 samanstendur af hjálmi úr endingargóðu efni með styrktu PVC með stórum skermi úr óbrjótandi pólýkarbónati með auðstillanlegu höfuðbandi. Heildstæð með stilliloka og belti. • Hægt er að búa hjálminn verndandi filmu • Loftflæðinu er stýrt af stillilokanum í beltinu til að tryggja loftstreymi á milli 150 og 240 l/mín • Inntaksþrýstingurinn í stillilokanum skal vera 4 - 7 bör • Loftflæðismælir og viðvörunarblístra fyrir tímabundna og stöðuga stýringu loftflæðis fylgja með

30

ÞRÝSTILOFTSSÍA

SR 99-1 ÞRÝSTILOFTSSÍA vörunr . H03-2810

SR 99-1-þrýstiloftssían er notuð til að framleiða hreint loft til innöndunar úr venjulegu þrýstilofti. Einingin samanstendur af stilli, forsafnara og aðalsíu (SR 292), sem eru öll sett inn í lokað stálhylki. Eininguna má setja á gólfið eða festa upp á vegg. Forskiljan er með sjálfvirkt frárennsli, skilur frá grófari agnir, vatn og olíu. SR 292 aðalsían samanstendur af kolsíuhluta (500g), sem er umlukinn tveimur P3 agnasíum. Loftið er hreinsað til að fjarlægja allar leifar af ögnum/gastegundum/reyk/lykt. Y-tenging sem eykur fjölda afrása er fáanleg sem aukahlutur.

SR 358 ÞRÝSTILOFTSSLANGA vörunr . H03-3005/-10/-15/-20/-25/-30 Þrýstiloftsslanga SR 358 úr pólýesterstyrktu PVC er búin CEJN öryggistengingum fyrir beina tengingu við síueiningar þrýstiloftslínu Sundström Safety ásamt öndunarbúnaði með gegnumstreymi af aðfluttu lofti. Fáanleg í 5, 10, 15, 20, 25 og 30 m lengd.

SR 359 ÞRÝSTILOFTSSLANGA vörunr . H03-3105/-10/-15/-20/-25/-30 Þrýstiloftsslanga SR 359 úr pólýesterstyrktu EPDM er búin CEJN öryggistengingum fyrir beina tengingu við síueiningu þrýstiloftslínu Sundström Safety ásamt öndunarbúnaði með gegnumstreymi af aðfluttu lofti. Fáanleg í 5, 10, 15, 20, 25 og 30 m lengd.

SR 360 ÞRÝSTILOFTSSLANGA vörunr . H03-3402/-4/-6/-8 Þrýstiloftsslanga SR 360 úr pólýúretani er búin CEJN öryggistengingum fyrir beina tengingu við síueiningu þrýs- tiloftslínu Sundström Safety ásamt öndunarbúnaði með gegnumstreymi af aðfluttu lofti. Yfirborð slöngunnar er með húðun sem veitir góða vernd

gegn neistum, t.d. við logsuðu. Fáanleg í 2, 4, 6 og 8 m lengd.

31

SR 500 EX er rafknúin viftueining sem er sérstaklega hönnuð til notkunar í hugsanlega sprengifimu umhverfi. Aflknúnar viftueiningar Sundström Safety eru hannaðar til að veita notanda hámarksvernd, -þægindi, einfaldleika og kostnaðarhagkvæmni. SR 500 EX

32

SR 500 EX AUÐSTÝRÐ RAFHLÖÐUKNÚIN VIFTA MEÐ AGNA- EÐA BLÖNDUÐUM SÍUM vörunr . H06-2012

Helmask

Filter

Skärm

Hjälm

Huva

SR 500 EX-viftan er sprengiheld og sérstaklega aðlöguð til notkunar í sprengifimu umhverfi. SR 500 EX fylgja síur og hjálmar í viftuknúnum öndunarhlífabúnaði frá Sundström Hægt er að nota SR 500 EX í staðinn fyrir síuvernd við allar aðstæður þar sem mælt er með þeirri síðarnefndu. Þetta á sérstaklega við um aðstæður þar sem vinnan er þéttbær, við hita eða stendur lengi. Viftan er búin síum og síað loftið er leitt í gegnum öndunarslöngu inn í grímuna. Síðan er settur þrýstingur á þá síðarnefndu, sem kemur í veg fyrir að mengunarefni úr umhverfinu fari í gegn. Breitt úrval af andlitshlífum, eins og grímum, hjálmum og skermum, allt í TH3. Einnig má tengja þau við SR 200 heilgrímu í TM3.

ÁHÆTTUMAT Mikilvægt er að áhættumat sé gert áður en EX-flokkuð vara er valin. Áhættumatið skal framkvæmt og skráð af einstaklingi sem hefur þekkingu og viðeigandi þjálfun til að framkvæma þessa gerð mats.

Sprengivarnarmerki

II

Búnaðarhópur (sprengifimt andrúmsloft annað en námur með eldfimu gasi) Búnaðarflokkur (2 = Hátt stig verndunar fyrir Svæði 1, G = Gas) Búnaðarflokkur (2 = Hátt stig verndar fyrir Svæði 21, D = Ryk)

2 G

2 D

Ex

Sprengivörn

ib

Gerð hlífar (eiginlegt öryggi)

IIA

Gashópur (própan)

IIB

Gashópur (etýlen)

IIIC

Rykefnahópur(svæði með leiðandi ryki)

T3

Hitastigsflokkur, gas (hámarkshiti yfirborðs +200°C)

T195˚C Hitastigsflokkur, ryk

(hámarkshiti yfirborðs +195°C)

Gb

Verndarstig búnaðar, gas (mikil vernd)

Db

Verndarstig búnaðar, ryk (mikil vernd)

33

SR 540 EX ANDLITSHJÁLMUR vörunr . H06-6012

EX-flokkur, gas: II 2 G Ex ib IIA T3 Gb EX-flokkur, ryk: II 2 D Ex ib IIIC T195˚C Db

SR 540 EX-andlitshjálmur ásamt SR 500 EX-viftu hefur verið samþykktur til notkunar í sprengifimu umhverfi. Öndunarslanga andlitshjálmsins er tengd við viftuna sem er búin síum. Þrýstingurinn sem myndast innan í andlitshjálminum kemur í veg fyrir að agnir og önnur óhreinindi komist í gegn. SR 540 EX-andlitshjálminn má einnig nota ásamt þrýstiloftsaukabú- naðinum SR 507. Þessi samsetning myndar köfunarloftsbúnað sem er hannaður fyrir stöðugt gegnumstreymi, fyrir tengingu við þrýsti- loftsveitu. Sjá sjálfstæðan vörubækling SR 507. Hægt er að nota búnaðinn í staðinn fyrir síuvernd við allar aðstæður þar sem mælt er með þeirri síðarnefndu. Þetta á sérstaklega við um aðstæður þar sem vinnan er þéttbær, við hita eða stendur lengi.

Fläkt

Tryckluft

VELDU VIÐEIGANDI ANDLITSHLÍF FYRIR SR 500 EX

SR 580 ÖRYGGISHJÁLMUR MEÐ SKERMI vörunr . H06-8012 EX-flokkur, gas: II 2 G Ex ib IIA T3 Gb EX-flokkur, ryk: II 2 D Ex ib IIIC T195˚C Db

SR 561 GRÍMA vörunr . H06-5012 EX-flokkur, gas: II 2 G Ex ib IIB T3 Gb EX-flokkur, ryk: II 2 D Ex ib IIIC T195˚C Db

SR 520 GRÍMA

SR 562 GRÍMA vörunr . H06-5112 EX-flokkur, gas: II 2 G Ex ib IIB T3 Gb EX-flokkur, ryk: II 2 D Ex ib IIIC T195˚C Db

SR 520 S/M – vörunr . H06-0312 SR 520 M/L – vörunr . H06-0212 EX-flokkur, gas: II 2 G Ex ib IIB T3 Gb EX-flokkur, ryk: II 2 D Ex ib IIIC T195˚C Db

SR 200 HEIL ANDLITSGRÍMA MEÐ SLÖNGU SR 550 PU / SR 551 GÚMMÍ SR 200 heilgríma PC vörunr . H01-1212 EX-flokkur, gas: II 2 G Ex ib IIA T3 Gb EX-flokkur, ryk: II 2 D Ex ib IIIC T195˚C Db SR 200 heilgríma, gler vörunr . H01-1312 EX-flokkur, gas: II 2 G Ex ib IIB T3 Gb EX-flokkur, ryk: II 2 D Ex ib IIIC T195˚C Db SR 550 PU – vörunr . T01-1216 SR 551 gúmmí – vörunr . T01-1218

SR 530 GRÍMA SR 530 – vörunr . H06-0412 EX-flokkur, gas: II 2 G Ex ib IIB T3 Gb EX-flokkur, ryk: II 2 D Ex ib IIIC T195˚C Db

34

FLÓTTAGRÍMUR FYRIR RÝMINGU EF BRUNA OG/EÐA EFNASLYS BER AÐ HÖNDUM

Flóttagrímur Sundström Safety fyrir rýmingu ef bruna og/eða efnaslys ber að höndum einkennast af:

Flóttagríman er síandi öndunarhlífðarbúnaður til að bjarga sjálfum sér ef bruna og/eða efnaslys ber að höndum. Flóttagrímur Sundström Safety eru fáanlegar í nokkrum útgáfum með mismunandi síusam- setningum eftir þeim váhrifum sem vænst er. Flóttagríman er byggð á SR 100 hálfgrímunni í silíkoni og hjálmurinn er gerður úr efnaþolnu og eldtefjandi efni sem veitir framúrskarandi mátun og mikil þægindi. Hjálminn má setja upp án fyrirfram stillinga. Hjálmurinn er fáanlegur í tveimur stærðum (S/M og M/L) og pas- sar flestum fullorðnum og unglingum. Útöndunarlokarnir tveir og síusamsetning með lágri útöndunar- og innöndunarmótstöðu krefst lágmarksáreynslu af notanda í hugsanlega sálrænt og líkamlega erfiðu umhverfi. Hjálminum er pakkað í lofttæmi í álpoka og er fáanlegur bæði fyrir kyrrstæða og hreyfanlega notkun í poka sem má festa við belti. Endingarþolinn og lofttæmdur álpoki veitir þér áhyggjulausa notkun í 10 ár án þess að neina þjónustu eða viðhald þurfi. NB: Flóttagrímur ætti aðeins að nota fyrir rýmingu en ekki sem búnað til að framkvæma tiltekin verk. Aðeins til notkunar í umhverfi með nægilegt súrefnisinnihald í nærliggjandi lofti.

• Gríman er gerð úr efnaþolnu og brunatregu efni • Saumaðir og límdir saumar • Tveir útöndunarlokar • Gassía eftir vænt váhrif • Agnasía með síunarafköst upp á yfir 99,997% • Tvær stærðir S/M og M/L • Meginhluti grímunnar SR 100 úr silíkoni veitir hámarksvernd og -þægindi. • Innbyggð höfuðbönd tryggja að fljótlegt og einfalt er að setja grímuna á sig án þess að stilla hana fyrst • Hálsþétting í silíkoni fyrir hámarksþéttingu gegn innri leka • 10 ára geymsluþol og engrar þjónustu krafist • Stór skermur meðhöndlaður gegn þokumyndun

35

SR 76-3 FLÓTTAGRÍMA CHEM

Til notkunar ef efnaslys ber að höndum. Fáanleg með gassíum Sundström ásamt agnasíu SR 510 P3. SR 76-3 S er samþykkt fyrir kyrrstæða geymslu. SR 76-3 M er einnig samþykkt sem færanleg flóttagríma.

KYRRSTÆÐ GEYMSLA SR 76-3 ABEK1-H g -P3 S/M vörunr . H15-0312 SR 76-3 ABEK1-H g -P3 M/L vörunr . H15-0512 SR 76-3 ABE2-P3 S/M vörunr . H15-0712 SR 76-3 ABE2-P3 M/L vörunr . H15-0912 SR 76-3 K2-P3 S/M vörunr . H15-1112 SR 76-3 K2-P3 M/L vörunr . H15-1312

FÆRANLEG MEÐ POKA SR 76-3 ABEK1-H g -P3 S/M vörunr . H15-0412 SR 76-3 ABEK1-H g -P3 M/L vörunr . H15-0612 SR 76-3 ABE2-P3 S/M vörunr . H15-0812 SR 76-3 ABE2-P3 M/L vörunr . H15-1012 SR 76-3 K2-P3 S/M vörunr . H15-1212 SR 76-3 K2-P3 M/L vörunr . H15-1412

SR 77-3 FLÓTTAGRÍMA SMOKE/CHEM

Nota skal flóttagrímu SR 77-3 Smoke/Chem ef eld og/eða efnaslys ber að höndum. Hjálmurinn er búinn blandaðri síu: Gassía SR 331-2 ABEK1-CO og agnasía SR 510 P3 veita allt að 30 mínútna vernd gegn CO ásamt agnasíu með 99,997% afköstum. SR 77-3 S er samþykkt fyrir kyrrstæða geymslu. SR 77-3 M er einnig samþykkt sem færanleg flóttagríma.

FÆRANLEG MEÐ POKA SR 77-3 ABEK1-CO-P3 S/M vörunr . H15-3312 SR 77-3 ABEK1-CO-P3 M/L vörunr . H15-3512

KYRRSTÆÐ GEYMSLA SR 77-3 ABEK1-CO-P3 S/M vörunr . H15-3212 SR 77-3 ABEK1-CO-P3 M/L vörunr . H15-3412

L11-73XX/01

SUNDSTRÖM SAFETY AB

SUNDSTRÖM SAFETY AB

Västergatan 4 341 50 Lagan Svíþjóð Sími: +46-(0)10-484 87 00

Stockholmsvägen 33 181 33 Lidingö Svíþjóð Sími: +46-(0)10-484 87 00

srsafety.com

Page 1 Page 2 Page 3 Page 4 Page 5 Page 6 Page 7 Page 8 Page 9 Page 10 Page 11 Page 12 Page 13 Page 14 Page 15 Page 16 Page 17 Page 18 Page 19 Page 20 Page 21 Page 22 Page 23 Page 24 Page 25 Page 26 Page 27 Page 28 Page 29 Page 30 Page 31 Page 32 Page 33 Page 34 Page 35 Page 36

Made with FlippingBook Online newsletter